Ágreiningur blasir við vegna tillagna stjórnlagaráðs Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. janúar 2012 18:55 Það blasir við ágreiningur fyrir dómstólum verði tillögur stjórnlagaráðs samþykktar óbreyttar. Þetta segir Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild HÍ. Hafsteinn, sem hefur lengi velt fyrir sér og rannsakað stjórnarskrár og réttarheimspeki, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Hann skrifaði lokaverkefni sitt við lagadeild HÍ um stjórnarskrárhyggju (e. constitutionalism) og lagði síðan stund á rannsóknir á sviði réttarheimspeki og stjórnskipunarréttar við Oxford-háskóla, þaðan sem hann lauk framhaldsnámi. Mannréttindakafli stjórnarskrárinnar var endurskoðaður árið 1995 og eftir það hafa fallið margir stefnumótandi dómar í Hæstirétti Íslands þar sem ákvæðin hafa verið túlkuð og fyllt. Margir þessara dóma ollu nokkrum deilum í samfélaginu, t.d Örykjardómar Hæstaréttar sem fjölluðu um túlkun á jafnræðisreglu stjórnarskrár og 76.gr. hennar um réttindi til aðstoðar vegna sjúkleika.Lítil orðalagsbreyting getur breytt miklu Frumvarp stjórnlagaráðs byltir stjórnarskránni, sem þýðir að hún er í raun skrifuð alveg upp á nýtt, þó hún byggi á mörgum stöðum á orðalagi gildandi stjórnarskrár. En er hætt við því að með því að breyta orðalagi og skrifa upp á nýtt, t.d mannréttindakaflann, taki við nýtt tímabil deilna fyrir dómstólum þar sem menn freista þess að láta reyna á réttindi sín á grundvelli þessara nýju ákvæða? „Það blasir við að það bíður okkar að ráðast í það verk. Eins og þú bendir á var mannréttindakaflinn endurskoðaður 1995 og sett fjölmörg ný ákvæði sett þar inn. Menn litu svo á á þeim tímapunkti að verið væri að staðfesta gildandi rétt. Ekki væri verið að breyta íslenskri stjórnskipun að verulegu leyti heldur festa í stjórnarskrá ákveðin réttindi sem fælust í íslenskri stjórnskipun í óskráðum reglum. Reyndir var hins vegar sú, sem þú lýsir hérna, að það var látið á þessi ákvæði reyna og það féllu stefnumarkandi dómar í Hæstarétti. Þetta mun án efa gerast verði þessi tillaga samþykkt. Það verður látið reyna á þessi ákvæði og við getum ekki gefið okkur það að endurorðað mannréttindaákvæði muni verða túlkað með nákvæmlega sama hætti af Hæstarétti jafnvel þó svo að það hafi hugsanlega verið ætlunin með tillögu stjórnlagaráðs," segir Hafsteinn Þór. Sjá má bú úr viðtalinu þar sem hann ræðir þetta mál sérstaklega hér fyrir ofan. Sjá má þáttinn í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Það blasir við ágreiningur fyrir dómstólum verði tillögur stjórnlagaráðs samþykktar óbreyttar. Þetta segir Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild HÍ. Hafsteinn, sem hefur lengi velt fyrir sér og rannsakað stjórnarskrár og réttarheimspeki, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Hann skrifaði lokaverkefni sitt við lagadeild HÍ um stjórnarskrárhyggju (e. constitutionalism) og lagði síðan stund á rannsóknir á sviði réttarheimspeki og stjórnskipunarréttar við Oxford-háskóla, þaðan sem hann lauk framhaldsnámi. Mannréttindakafli stjórnarskrárinnar var endurskoðaður árið 1995 og eftir það hafa fallið margir stefnumótandi dómar í Hæstirétti Íslands þar sem ákvæðin hafa verið túlkuð og fyllt. Margir þessara dóma ollu nokkrum deilum í samfélaginu, t.d Örykjardómar Hæstaréttar sem fjölluðu um túlkun á jafnræðisreglu stjórnarskrár og 76.gr. hennar um réttindi til aðstoðar vegna sjúkleika.Lítil orðalagsbreyting getur breytt miklu Frumvarp stjórnlagaráðs byltir stjórnarskránni, sem þýðir að hún er í raun skrifuð alveg upp á nýtt, þó hún byggi á mörgum stöðum á orðalagi gildandi stjórnarskrár. En er hætt við því að með því að breyta orðalagi og skrifa upp á nýtt, t.d mannréttindakaflann, taki við nýtt tímabil deilna fyrir dómstólum þar sem menn freista þess að láta reyna á réttindi sín á grundvelli þessara nýju ákvæða? „Það blasir við að það bíður okkar að ráðast í það verk. Eins og þú bendir á var mannréttindakaflinn endurskoðaður 1995 og sett fjölmörg ný ákvæði sett þar inn. Menn litu svo á á þeim tímapunkti að verið væri að staðfesta gildandi rétt. Ekki væri verið að breyta íslenskri stjórnskipun að verulegu leyti heldur festa í stjórnarskrá ákveðin réttindi sem fælust í íslenskri stjórnskipun í óskráðum reglum. Reyndir var hins vegar sú, sem þú lýsir hérna, að það var látið á þessi ákvæði reyna og það féllu stefnumarkandi dómar í Hæstarétti. Þetta mun án efa gerast verði þessi tillaga samþykkt. Það verður látið reyna á þessi ákvæði og við getum ekki gefið okkur það að endurorðað mannréttindaákvæði muni verða túlkað með nákvæmlega sama hætti af Hæstarétti jafnvel þó svo að það hafi hugsanlega verið ætlunin með tillögu stjórnlagaráðs," segir Hafsteinn Þór. Sjá má bú úr viðtalinu þar sem hann ræðir þetta mál sérstaklega hér fyrir ofan. Sjá má þáttinn í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent