Viðskipti erlent

Smjörkreppa Norðmanna breytist í nautakjötskreppu

Smjörkeppan sem skall á Norðmönnum fyrir síðustu jól er nú að breytast í nautakjötskreppu þar í landi.

Landbúnaðarsamtök í Noregi óttast að innan þriggja ára verði fjórða hvert nautabuff sem selt er í landinu innflutt vara.

Skýringin á þessu er að mjólkurbændur hafa dregið verulega úr slátrun á nautgripum sínum, það er kvígum, til þess að mæta álíka smjörskorti í framtíðinni og varð fyrir síðustu jól. Þetta hefur þau áhrif að draga mun úr nautakjötsframleiðslu þeirra.

Þegar er farið að gæta aukins innflutnings á nautakjöri til Noregs og tvöfaldaðist hann í fyrra miðað við árið á undan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×