Viðskipti erlent

AGS hvetur Kínverja til aðgerða

Kínamúrinn dregur að milljónir ferðamanna til Kína á hverju ári. AGS segir Kínverjum nú að búa sig undir hið versta vegna efnahagslægðar í Evrópu.
Kínamúrinn dregur að milljónir ferðamanna til Kína á hverju ári. AGS segir Kínverjum nú að búa sig undir hið versta vegna efnahagslægðar í Evrópu.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hvetur Kínverja til þess að bregðast við merkjum um mögulegan efnahagssamdrátt í landinu á næstu mánuðum og árum. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal í dag.

Ástæðan fyrir viðvörun sjóðsins er ótti við að slæmar efnahagshorfur í Evrópu muni smita út frá sér og hafa þau áhrif að vöxturinn í Kína minnki. Mikið þarf til þess að hagvöxturinn verði enginn, því samkvæmt uppfærðri spá AGS verður hagvöxturinn í Kína drjúgur hluti alls hagvaxtar í heiminum á þessu ári.

Af þeim sökum er mikið í húfi fyrir hagkerfi heimsins. AGS hvetur Kínverja til þess að búa sig undir hið versta, með því að útbúa nákvæma áætlun um hvernig megi örva hagkerfið ef efnahagslægðin í Evrópu dýpkar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×