Viðskipti erlent

Allt á fullu í Indónesíu

Frá höfuðborg Indónesíu, Jakarta.
Frá höfuðborg Indónesíu, Jakarta.
Hagvöxtur í Indónesíu mældist 6,5 prósent samkvæmt tölum sem hagstofa landsins birti í morgun. Þetta er mesti hagvöxtur í landinu síðan 1996, eða í fimmtán ár, að því er segir í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Hagvöxturinn er drifinn áfram af vaxandi fjárfestingu og innlendri eftirspurn. Fjárfesting jókst um næstum 20 prósent á árinu 2011 sem þykir benda til þess að hagvöxtur verði jafnvel enn meiri á þessu ári. Indónesía þykir einn mest spennandi vettvangur fyrir fjárfestingar í heiminum, þar sem landið er tiltölulega lítið skuldsett og á ekki jafn mikið undir útflutningi, líkt og Kína og Japan og fleiri Asíuríki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×