Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir flaug í gær til Tallinn í Eistlandi þar sem hún mun á laugardaginn keppa í sinni fyrstu fimmtarþraut innanhúss á þessu keppnistímabili. Mótið er svokallað EAA Permit mót sem er á vegum Frjálsíþróttasambands Evrópu.
Helga Margrét er ekki ein í för því með henni er þjálfari hennar Agne Bergvall frá Svíþjóð. Helga Margrét er á sínu öðru ári undir stjórn Bergvall sem er í hópi virtustu frjálsíþróttaþjálfara heims.
Helga Margrét hefur sett stefnuna á það að bæta Íslandsmetið sitt sem er að verða tveggja ára gamalt en hún náði 4205 stigum á móti í Stokkhólmi í mars 2010. Helga Margrét stóð sig vel á tveimur fyrstu mótum sínum á árinu þar sem hún tók þátt í öllum fimm greinunum í tveimur hlutum.
Besti árangur í greinunum í ár innanhúss hjá Helgu eftir tvö undirbúningsmót jafngildir 4338 stigum en persónuleg met í öllum greinunum fimm jafngildir 4527 stigum.
Agne Bergvall verður með Helgu Margréti í Tallinn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið







Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins
Enski boltinn


Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti
