Viðskipti erlent

Segir félagslegan ójöfnuð vera tifandi tímasprengju

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Josef Ackermann, forstjóri Deutsche Bank, segir félagslegan ójöfnuð vera tifandi tímasprengju.
Josef Ackermann, forstjóri Deutsche Bank, segir félagslegan ójöfnuð vera tifandi tímasprengju. mynd/ afp.
Josef Ackermann, forstjóri Deutsche Bank, segir að sá félagslegi ójöfnuður sem ríki í heiminum sé tifandi tímasprengja. Ackermann segir í samtali við BBC að sú kvöð hvíli á bankamönnum að þeir fari ekki offari þegar kemur að greiðslu launabónusa.

Ackermann á sjálfur von á 6,6 milljóna punda, eða tæplega 1300 milljarða króna, launabónus. Hann segir aftur á móti að fólk í hans stöðu verði að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. „Við berum félagslega ábyrgð af því að ef þetta ójafnvægi eykst þegar kemur að tekjum fólks eða velferð, getur verið að ójöfnuðurinn verði að tifandi tímasprengju og við viljum það ekki," segir Ackermann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×