Viðskipti erlent

60 milljónum punda eytt í leikmenn

Fernando Torres, Spánverjinn í liði Chelsea, var næstum jafn dýr í janúar í fyrra og öll félögin í ensku úrvalsdeildinni eyddu í leikmenn í janúar á þessu ári.
Fernando Torres, Spánverjinn í liði Chelsea, var næstum jafn dýr í janúar í fyrra og öll félögin í ensku úrvalsdeildinni eyddu í leikmenn í janúar á þessu ári.
Liðin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eyddu 70% minna í leikmenn í janúar heldur en á sama tíma í fyrra. Samtals var eytt um 60 milljónum punda, 11,5 milljörðum króna, í leikmenn í janúar á þessu ári samkvæmt útreikningum endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte í Bretlandi.

Eyðsla liða í janúar í fyrra var sögulega mikil og munaði þar ekki síst um kaup Liverpool á Andy Carroll og kaup Chelsea á Spánverjanum Fernando Torres frá Liverpool. Carroll var keyptur á 35 milljónir punda og Torres á 50 milljónir punda.

Sjá má viðtal breska ríkisútvarpsins BBC við Alan Switzer, yfirmann íþróttahluta Deloitte í Bretlandi, hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×