Fleiri útboð á döfinni Karl Lúðvíksson skrifar 1. febrúar 2012 09:39 Mynd af www.svfr.is Um helgina voru auglýst tvö útboð veiðisvæða á komandi vikum. Um er að ræða Skógá undir Eyjafjöllum og Haukadalsá í Dölum. Haukadalsá hefur verið í umsjón erlendra aðila, en svisslendingur nokkur sem hefur verið nokkuð áberandi í leigu á veiðiám hefur haldið veiðiréttinum undanfarna áratugi. Er áin auglýst frá og með árinu 2013 í fjögur ár samtals. Skógá hefur átt undir högg að sækja undanfarin tvö ár sökum eldgosa og öskufalls á Suðurlandi. Hefur lax skilað sér illa og áin verið á mörkum þess að vera veiðanleg. Óskað er tilboða í veiðiréttinn til allt að tíu ára í senn. Væntanlega er horft til þess að rækta upp ána á nýjan leik, en Skógá er háð gönguseiðasleppingum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Laxveiðimenn fagna rigningarspá Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði 300 laxa vika í Selá Veiði Vorhátið SVAK verður haldin næstu helgi Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði 95 sm lax í Elliðaánum Veiði
Um helgina voru auglýst tvö útboð veiðisvæða á komandi vikum. Um er að ræða Skógá undir Eyjafjöllum og Haukadalsá í Dölum. Haukadalsá hefur verið í umsjón erlendra aðila, en svisslendingur nokkur sem hefur verið nokkuð áberandi í leigu á veiðiám hefur haldið veiðiréttinum undanfarna áratugi. Er áin auglýst frá og með árinu 2013 í fjögur ár samtals. Skógá hefur átt undir högg að sækja undanfarin tvö ár sökum eldgosa og öskufalls á Suðurlandi. Hefur lax skilað sér illa og áin verið á mörkum þess að vera veiðanleg. Óskað er tilboða í veiðiréttinn til allt að tíu ára í senn. Væntanlega er horft til þess að rækta upp ána á nýjan leik, en Skógá er háð gönguseiðasleppingum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Laxveiðimenn fagna rigningarspá Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði 300 laxa vika í Selá Veiði Vorhátið SVAK verður haldin næstu helgi Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði 95 sm lax í Elliðaánum Veiði