Viðskipti erlent

Greint frá tilboðum í Iceland í dag

Greint verður frá tilboðum í Iceland Foods verslunarkeðjuna í dag en frestur til að skila inn tilboðum rann út í gærkvöldi.

Talið er að tveir fjárfestingarsjóðir hafi skilað inn tilboðum, það er Bain Capital og BC Partners, en óljóst er um tilboð frá öðrum.

Í frétt um málið á Reuters kemur fram að áætlað er að brúttóhagnaður Iceland á yfirstandandi reikningsári keðjunnar nemi um 225 milljónum punda eða tæpum 44 milljörðum króna. Þá hefur Iceland aukið hlut sinn á breska dagvörumarkaðinum úr 1,9% og í 2,1% á síðustu þremur mánuðum.

Eins og áður hefur komið fram vilja skilanefndir Landsbankans og Glitnis fá um 1,5 milljarða punda fyrir Iceland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×