Viðskipti erlent

Brent olían rauf 120 dollara múrinn

Verð á tunnunni af Brent olíunni rauf 120 dollara múrinn í morgun. Hefur Brent olían því hækkað um nær 10% frá því í síðasta mánuði.

Tunnan af bandrísku léttolíunni hefur einnig hækkað töluvert í morgun og stendur í tæpum 103 dollurum. Þessar hækkanir eru í samræmi við hækkanir á öðrum hrávörum í morgun eins og gulli og kopar.

Ástæðurnar fyrir þessum hækkunum eru annarsvegar mjög jákvæðar tölur úr efnahagslífi Bandaríkjanna og hinsvegar aukin bjartsýni um að neyðarlánið til Grikklands verði afgreitt eftir helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×