Myndi einn fremsti fræðimaður landsins í hagfræði taka verðtryggt lán? Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. febrúar 2012 01:00 Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við HÍ og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, er ekki tilbúinn að svara því beint út hvort hann myndi taka verðtryggt eða óverðtryggt húsnæðislán ef hann þyrfti að taka slíkt lán á morgun, en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu. Hefði Gylfi svarað spurningunni neitandi, þá væri hann í raun að lýsa því yfir að hann hefði enga trú á að Seðlabankinn gæti haft taumhald á verðbólgunni, en þá væri hann í raun í leiðinni að lýsa yfir vantrausti á stefnu bankans. Seðlabanki Íslands hefur aðeins einu sinni náð verðbólgumarkmiði sínu, en það var árið 2003. Margir eru þeirrar skoðunar að þetta sé ein helsta birtingarmynd þess að peningastefnan hafi ekki virkað fyrir hrun og að Ísland ráði ekki við sjálfstæðan gjaldmiðil. Aðeins eitt ríki í heiminum með eina milljón íbúa eða færri er með sjálfstæðan gjaldmiðil og það er Ísland. Í þættinum fór Gylfi yfir valkosti Íslands í peningamálum. Mjög skiptar skoðanir eru um hvaða stefnu Ísland eigi að taka í þesum efnum fari svo að þjóðin felli aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, en aðild að ESB er nauðsynlegur undanfari aðildar að Evrópska myntbandalaginu og upptöku evru. Í þættinum fór Gylfi einnig yfir þá þversögn sem birtist í málflutningi þeirra sem telja að Íslendingar eigi að halda í krónuna og að Seðlabankinn hafi gert allt rétt við framkvæmd peningastefnunnar fyrir hrun, en Seðlabankanum tókst ekki að afstýra innistæðulausu risi krónunnar og hruninu sem var eðlileg afleiðing af því. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, hefur reifað svipuð álitaefni í vikulegum pistli sínum í Fréttablaðinu, en hann hefur kallað eftir því að menn útskýri þá þversögn sem birtist í þeim málflutningi að Seðlabankinn hafi gert allt rétt í aðdraganda hrunsins og að stöðugleikinn snúist bara um góða stjórnun á krónunni. Á sama tíma eru erlendir sérfræðingar eins og Paul Krugman og Martin Wolf að mæla því að Ísland haldi í krónuna, en með bættri hagstjórn og peningastefnu. Hvaða leið á Ísland að fara í þessum efnum? Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér. thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Sjá meira
Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við HÍ og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, er ekki tilbúinn að svara því beint út hvort hann myndi taka verðtryggt eða óverðtryggt húsnæðislán ef hann þyrfti að taka slíkt lán á morgun, en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu. Hefði Gylfi svarað spurningunni neitandi, þá væri hann í raun að lýsa því yfir að hann hefði enga trú á að Seðlabankinn gæti haft taumhald á verðbólgunni, en þá væri hann í raun í leiðinni að lýsa yfir vantrausti á stefnu bankans. Seðlabanki Íslands hefur aðeins einu sinni náð verðbólgumarkmiði sínu, en það var árið 2003. Margir eru þeirrar skoðunar að þetta sé ein helsta birtingarmynd þess að peningastefnan hafi ekki virkað fyrir hrun og að Ísland ráði ekki við sjálfstæðan gjaldmiðil. Aðeins eitt ríki í heiminum með eina milljón íbúa eða færri er með sjálfstæðan gjaldmiðil og það er Ísland. Í þættinum fór Gylfi yfir valkosti Íslands í peningamálum. Mjög skiptar skoðanir eru um hvaða stefnu Ísland eigi að taka í þesum efnum fari svo að þjóðin felli aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, en aðild að ESB er nauðsynlegur undanfari aðildar að Evrópska myntbandalaginu og upptöku evru. Í þættinum fór Gylfi einnig yfir þá þversögn sem birtist í málflutningi þeirra sem telja að Íslendingar eigi að halda í krónuna og að Seðlabankinn hafi gert allt rétt við framkvæmd peningastefnunnar fyrir hrun, en Seðlabankanum tókst ekki að afstýra innistæðulausu risi krónunnar og hruninu sem var eðlileg afleiðing af því. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, hefur reifað svipuð álitaefni í vikulegum pistli sínum í Fréttablaðinu, en hann hefur kallað eftir því að menn útskýri þá þversögn sem birtist í þeim málflutningi að Seðlabankinn hafi gert allt rétt í aðdraganda hrunsins og að stöðugleikinn snúist bara um góða stjórnun á krónunni. Á sama tíma eru erlendir sérfræðingar eins og Paul Krugman og Martin Wolf að mæla því að Ísland haldi í krónuna, en með bættri hagstjórn og peningastefnu. Hvaða leið á Ísland að fara í þessum efnum? Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér. thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent