Viðskipti erlent

Grikkir lofa frekari útskýringum á niðurskurðaráformum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Evangelos Venizelos segist ætla að skýra málin betur út í dag.
Evangelos Venizelos segist ætla að skýra málin betur út í dag. mynd/ afp.
Grísk stjórnvöld lofa að skýra betur frá því hverjar áformaðar niðurskurðaraðgerðirnar munu felast. Forystumenn Evrópusambandsins kölluðu í gær eftir frekari upplýsingum um áformin.

Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikkja, segir að þau atriði sem enn eigi eftir að skýra verði skýrð betur út áður en símafundur grískra stjórnmála verður haldinn með forsvarsmönnum Evrópusambandsins klukkan fjögur í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu BBC mun verða skorið niður um 325 milljonir evra með lægri framlögum til varnarmála, heilbrigðismála og til sveitastjórna. Þetta á eftir að fást staðfest.

Umræddur niðurskurður er forsenda þess að Grikkir fái 130 milljarða evra lán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×