Ríkissaksóknari og saksóknari Alþingis, Sigríður J. Friðjónsdóttir, svarar grein Valtýs Sigurðssonar, fyrrverandi ríkissaksóknara, sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísir í dag. Í grein sinni heldur Valtýr því fram að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi verið beittur órétti í atkvæðagreiðslu Alþingis þegar samþykkt var að draga hann fyrir Landsdóm. Þá segir hann ríkissaksóknara einnig æðsta handhafa ákæruvalds lögum samkvæmt. Hann hefur boðvald yfir öðrum ákærendum og eftirlit með þeim.
Í svari Sigríðar vill hún benda á eftirfarandi:
Í tilefni af grein Valtýs Sigurðssonar hæstaréttarlögmanns og fv. ríkissaksóknara sem birtist í Fréttablaðinu í dag undir fyrirsögninni „Ákæruvald Alþingis – ríkissaksóknari" telur undirrituð rétt að benda á eftirfarandi:
Valtýr Sigurðsson lét af embætti sem ríkissaksóknari 1. apríl 2011. Hann var því ríkissaksóknari þegar réttur var brotinn á Geir H. Haarde að hans mati, þ.e. við atkvæðagreiðslu á Alþingi 28. september 2010 um þingsályktunartillögu um málshöfðun gegn ráðherrum.
Ríkissaksóknari sá ekki ástæðu til að bregðast við þeim meinta órétti á þeim tíma, þrátt fyrir „hið veigamikla eftirlitshlutverk ríkissaksóknara", sem hann telur undirritaða ekki hafa sinnt í máli Alþingis á hendur Geir H. Haarde. Þetta aðgerðaleysi fv. ríkissaksóknara gæti tengst þeirri staðreynd, sem ekki er fjallað um í grein Valtýs, að boðvald ríkissaksóknara nær ekki til Alþingis, þó svo að Alþingi hafi ákæruvald þegar kemur að brotum ráðherra. Um réttindi sakbornings í málum sem varða ráðherraábyrgð fjallar sérdómstóll sem heitir Landsdómur.
Hér fyrir neðan má svo lesa grein Valtýs.
Saksóknari Alþingis svarar fyrrverandi ríkissaksóknara

Tengdar fréttir

Ákæruvald Alþingis- ríkissaksóknari
Í grein sem ég ritaði í Mbl. 18. janúar sl. var vakin athygli á greinum Stefáns Más Stefánssonar prófessors og Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra sem þá höfðu birst í blaðinu.