Viðskipti erlent

Fyrirtæki fá aðgang að uppfærslum á Twitter

Fyrirtækjum stendur nú til boða að greina og rannsaka uppfærslur síðustu tveggja ára á samskiptasíðunni Twitter.
Fyrirtækjum stendur nú til boða að greina og rannsaka uppfærslur síðustu tveggja ára á samskiptasíðunni Twitter. mynd/AFP
Fyrirtækjum stendur nú til boða að greina og rannsaka uppfærslur síðustu tveggja ára á samskiptasíðunni Twitter. Fyrirtækin geta leitað aftur til ársins 2010 og hagrætt viðskiptaáætlunum sínum út frá uppfærslunum.

Breska fyrirtækið Datashift er það fyrsta sem bíður upp þjónustuna. Fyrirtækið safnar saman uppfærslum af Twitter og bíður viðskiptavinum sínum upp á aðgang að gögnunum.

Hingað til hafa fyrirtæki aðeins haft aðgang að uppfærslum síðustu 30 daga. Þá geta notendur aðeins leitað aftur síðustu 7 daga.

Talsmaður Datashift sagði að verkefnið væri afar metnaðarfullt enda þarf fyrirtækið að flokka og greina gríðarlegt magn upplýsinga. Rúmlega 250 milljón uppfærslur birtast Twitter á hverjum degi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×