Viðskipti erlent

Arsenal sýnir góðan hagnað

Skærasta stjarna Arsenal er Hollendingurinn Robin Van Persie sem hér fagnar ásam Walesverjanum Aron Ramsay.
Skærasta stjarna Arsenal er Hollendingurinn Robin Van Persie sem hér fagnar ásam Walesverjanum Aron Ramsay.
Enska knattspyrnufélagið Arsenal hagnaðist um 41,6 milljónir punda, eða sem nemur tæplega 9,3 milljarða króna, á seinni helmingi ársins í fyrra. Sala leikmönnum skipti sköpum fyrir reksturinn, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Rekstrarafkoman batnaði um 49,5 milljónir punda frá sama tímibili árið á undan en þá tapaði félagið 6,1 milljónum punda.

Salan á spænska landsliðismanninum Cesc Fabregas til Barcelona og Frakkanum Samir Nasri til Manchester City, skipti sköpum fyrir félagið á fyrrnefndum tímabili og stóð undir stærstu hluta hagnaðarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×