Viðskipti erlent

Nokia kynnir snjallsíma með 41 megapixla myndavél

Snjallsíminn er með 41 megapixla myndavél.
Snjallsíminn er með 41 megapixla myndavél. mynd/Nokia
Tæknifyrirtækið Nokia opinberaði heldur undarlegan snjallsíma í dag. Snjallsíminn er með 41 megapixla myndavél.

Síminn var kynntur á snjallsímaráðstefnu sem hófst í Barcelona í dag.

Samkvæmt talsmanni Nokia mun síminn búa yfir mörgum tækninýjungum. Þar á meðal er nýstárleg tækni frá Dolby sem breytir stöðluðu tvírása hljóði í víðóma hljóð.

En mál málanna í Barcelona er myndavél símans. Eins og áður segir er myndavélin með 41 megapixla myndavél. Hún er einnig með linsu frá Carl Zeiss. Gestir ráðstefnunnar velta því nú fyrir sér hvað 41 megapixla myndavél þýðir í raun og veru.

Samkvæmt Nokia getur myndavélin meðtekið gríðarlegt magn upplýsinga og þar af leiðandi er upplausn ljósmyndanna mikil. Tæknin er kölluð PureView og verður hún staðalbúnaður í næstu snjallsímum Nokia.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×