Love sigraði þriggja stiga skotkeppnina Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 26. febrúar 2012 15:00 Love með verðlaunagripinn fína í nótt MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Kevin Love kraftframherji Minnesota Timberwolves sem er hvað þekktastur fyrir frákastagetu sína kom mörgum á óvart með því að sigra þriggja stiga skotkeppni Stjörnuleikshelgar NBA körfuboltans í nótt. Hann sigraði Kevin Durant í úrslitum. 75 leikmenn hafa hitt betur úr þriggja stiga skotum sínum á tímabilinu en Love sem hefur hitt úr 34,8% skota sinna utan þriggja stiga línunnar. Love hefur hitt úr 36,5% þriggja stiga skota sinna á þriggja ára ferli sínum í NBA. Love lét þessa tölfræði sig litlu varða í nótt. "Ef ég blóðgast ekki í leikjum er ég ósáttur við sjálfan mig," sagði Love eftir keppnina í nótt. "Ég fæ meira út úr því að berjast inni í teig en að spila fyrir utan hann en ég tel mig jafn góðan fyrir utan og inni í teig. En þegar öllu er á botninn hvolft þá vil ég láta muna eftir mér sem kraftframherja." Love fékk 18 stig í fyrri umferð keppninnar í nótt líkt og Mario Chalmers og þurftu þeir því að keppa um að fá sæti í úrslitunum ásamt James Jones, sem hafði titil að verja, og Kevin Durant. Tæpara mátti það ekki vera því Chalmers steig á línuna í fjórða skoti sínu og Love því áfram. James Jones hitti manna best í fyrri umferðinni og fékk þá 22 stig en hann náði sér aldrei á strik í úrslitunum þar sem hann fékk aðeins 12 stig. Baráttan var því á milli Love og Durant sem báðir fengu 16 stig í úrslitunum og því þurfti Love aftur að fara í bráðabana. Love fékk 17 stig í bráðabananum en Durant aðeins 14 og Love því sigurvegari kvöldsins. "Þetta kemur mér ekki á óvart," sagði Love. "Skotprósenta mín hefur kannski farið eitthvað niður á við en ég hitti 42% á síðasta tímabili. Ég var ekki hátt skrifaður fyrirfram, ég átti ekki von á að sigra menn eins og Kevin eða James Jones en ég var svo heppinn að þeir hittu ekki vel í lokin en hey, sigur er sigur," sagði kátur Kevin Love eftir sigurinn. NBA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira
Kevin Love kraftframherji Minnesota Timberwolves sem er hvað þekktastur fyrir frákastagetu sína kom mörgum á óvart með því að sigra þriggja stiga skotkeppni Stjörnuleikshelgar NBA körfuboltans í nótt. Hann sigraði Kevin Durant í úrslitum. 75 leikmenn hafa hitt betur úr þriggja stiga skotum sínum á tímabilinu en Love sem hefur hitt úr 34,8% skota sinna utan þriggja stiga línunnar. Love hefur hitt úr 36,5% þriggja stiga skota sinna á þriggja ára ferli sínum í NBA. Love lét þessa tölfræði sig litlu varða í nótt. "Ef ég blóðgast ekki í leikjum er ég ósáttur við sjálfan mig," sagði Love eftir keppnina í nótt. "Ég fæ meira út úr því að berjast inni í teig en að spila fyrir utan hann en ég tel mig jafn góðan fyrir utan og inni í teig. En þegar öllu er á botninn hvolft þá vil ég láta muna eftir mér sem kraftframherja." Love fékk 18 stig í fyrri umferð keppninnar í nótt líkt og Mario Chalmers og þurftu þeir því að keppa um að fá sæti í úrslitunum ásamt James Jones, sem hafði titil að verja, og Kevin Durant. Tæpara mátti það ekki vera því Chalmers steig á línuna í fjórða skoti sínu og Love því áfram. James Jones hitti manna best í fyrri umferðinni og fékk þá 22 stig en hann náði sér aldrei á strik í úrslitunum þar sem hann fékk aðeins 12 stig. Baráttan var því á milli Love og Durant sem báðir fengu 16 stig í úrslitunum og því þurfti Love aftur að fara í bráðabana. Love fékk 17 stig í bráðabananum en Durant aðeins 14 og Love því sigurvegari kvöldsins. "Þetta kemur mér ekki á óvart," sagði Love. "Skotprósenta mín hefur kannski farið eitthvað niður á við en ég hitti 42% á síðasta tímabili. Ég var ekki hátt skrifaður fyrirfram, ég átti ekki von á að sigra menn eins og Kevin eða James Jones en ég var svo heppinn að þeir hittu ekki vel í lokin en hey, sigur er sigur," sagði kátur Kevin Love eftir sigurinn.
NBA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira