Flokksráðsfundur Vinstri grænna, sem hófst í gær og lauk í morgun, lýsir yfir andstöðu við þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar um að Alþingi grípi inn í starf landsdóms og hvetur fulltrúa sína á þingi að berjast gegn framgangi hennar. Þá felur fundurinn Steingrími J. Sigfússyni, ráðherra bankamála, að flytja frumvarp til laga um aðskilnað starfsemi frjárfestingarbanka og viðskiptabanka. Í tilkynningu segir einnig að fundurinn álykti að hætt verði að úthluta byggðakvóta endurgjaldslaust. Sett verði á sanngjarnt arðgjald sem renni til þeirra sveitarfélaga sem byggðakvóta er úthlutað til.

