"Apple á meira en nóg af peningum" 24. febrúar 2012 12:47 mynd/AP Tim Cook, forstjóri Apple, sagði í gær að stjórn fyrirtækisins íhugi nú að greiða hluthöfum arð. Hann sagði að Apple hafi meira en nóg af peningum til ráðstöfunar. Talið er að Apple eigi um 98 milljarða dollara. „Stjórnin íhugar nú málið," sagði Cook. „Þetta er þó ekki eitt af þeim tilfellum þar sem allir eru sammála." Apple hætti að greiða hluthöfum sínum arð árið 1995. Miklir erfiðleikar einkenndu rekstur fyrirtækisins á þeim tíma og þótti nauðsynlegt að halda í allan þann pening sem kom inn í fyrirtækið. Svo bagalegt var ástand Apple að árið 1997 þurfti fyrirtækið að leita til síns helsta keppinautar eftir aðstoð. Microsoft lánaði Apple 150 milljón dollara. Það var á þessum tíma sem Steve Jobs var á ný ráðinn til starfa hjá Apple. Steve Jobs, stofnandi og fyrrverandi forstjóri Apple, var ávallt mótfallinn ársfjórðungslegum greiðslum til hluthafa. Undir stjórn Jobs tókst Apple því að safna gríðarlegu ráðstöfunarfé. Ummæli Tim Cooks í gær gefa því til kynna að breyttir tímar séu hjá Apple. „Í sannleika sagt höfum við meira en nóg af peningum til að reka fyrirtækið næstu árin," sagði Cook. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Tim Cook, forstjóri Apple, sagði í gær að stjórn fyrirtækisins íhugi nú að greiða hluthöfum arð. Hann sagði að Apple hafi meira en nóg af peningum til ráðstöfunar. Talið er að Apple eigi um 98 milljarða dollara. „Stjórnin íhugar nú málið," sagði Cook. „Þetta er þó ekki eitt af þeim tilfellum þar sem allir eru sammála." Apple hætti að greiða hluthöfum sínum arð árið 1995. Miklir erfiðleikar einkenndu rekstur fyrirtækisins á þeim tíma og þótti nauðsynlegt að halda í allan þann pening sem kom inn í fyrirtækið. Svo bagalegt var ástand Apple að árið 1997 þurfti fyrirtækið að leita til síns helsta keppinautar eftir aðstoð. Microsoft lánaði Apple 150 milljón dollara. Það var á þessum tíma sem Steve Jobs var á ný ráðinn til starfa hjá Apple. Steve Jobs, stofnandi og fyrrverandi forstjóri Apple, var ávallt mótfallinn ársfjórðungslegum greiðslum til hluthafa. Undir stjórn Jobs tókst Apple því að safna gríðarlegu ráðstöfunarfé. Ummæli Tim Cooks í gær gefa því til kynna að breyttir tímar séu hjá Apple. „Í sannleika sagt höfum við meira en nóg af peningum til að reka fyrirtækið næstu árin," sagði Cook.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira