Viðskipti erlent

Apple fær að selja iPad í Sjanghæ - í bili

Lögfræðingar Apple báðu dómarann um að gera hlé á málinu þangað til í næsta mánuði.
Lögfræðingar Apple báðu dómarann um að gera hlé á málinu þangað til í næsta mánuði. mynd/AP
Tölvurisinn Apple fær að halda áfram að selja iPad spjaldtölvurnar í Kína eftir að tímabundið hlé var gert á dómsmáli þar sem fjallað var um lögmæti „iPad" vörumerkisins.

Kínverski raftækjaframleiðandinn Proview krefst þess að Apple hætti að selja spjaldtölvur sínar í Sjanghæ. Proview segir að Apple hafi notað vörumerkið „iPad" í leyfisleysi.

Lögfræðingar Apple báðu dómarann um að gera hlé á málinu þangað til í næsta mánuði.

Apple heldur því fram að fyrirtækið hafi keypt réttinn á nafninu „iPad" árið 2009. Talsmenn Proview eru þó á öðru máli og fara fram á að tímabundið lögbann verði sett á notkun vörumerkisins. Nái þeir sínu fram mun Apple þurfa að loka búðum sínum í Sjanghæ.

Lögfræðingar Proview segja að fyrirtækið hafi skráð vörumerkið „iPad" árið 2000 - mörgum árum áður en Apple opinberaði iPad spjaldtölvurnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×