Viðskipti erlent

Skuldatryggingaálag hækkar hjá evrópskum bönkum

Samkomulagið sem náðist meðal fjármálaráðherra evrusvæðisins um nýtt neyðarlán til Grikklands og afskriftir banka á grískum skuldum sem tengjast láninu olli nokkurri hækkun á skuldatryggingaálagi stærri banka í Evrópu.

Yfirleitt hækkaði álagið á bilinu rúmlega 4% upp í tæplega 7% samkvæmt CMA gagnaveitunni. Þannig er skuldatryggingaálag Royal Bank of Scotland þar með orðið hærra en skuldatryggingaálag Íslands. Álag bankans stendur í 265 punktum í dag en hjá Íslandi er það 251 punktur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×