Hver ber ábyrgð á neysluvenjum okkar? Borghildur Sverrisdóttir framkvæmdastjóri MatAsks skrifar 20. febrúar 2012 13:45 Heilsa Íslendinga er ekki að batna og við berum sameiginlega ábyrgð á því. Ég velti mikið fyrir mér hvernig matvöruverslanirnar stjórna kauphegðun okkar með tilboðum og afsláttum. Margir halda að þau séu að gera góð kaup en hugsa minna út í hvaða áhrif matvaran er að hafa á líkama þeirra og heilsu. Alltof oft sjáum við tilboð á óhollustu eins og kexi, sætabrauði, nammi, unnum matvörum og á þá sérstaklega kjötvörum og skyndibitum en örsjaldan tilboð á hollustuvöru, eins og grænmeti og ávöxtum, sem ég sakna oft.Allt skiptir máli Einhvern tímann lagði ég fram þá spurningu af hverju væri ekki hægt að hafa einstöku sinnum 50% afslátt á ávöxtum eða grænmeti í stað 50% afslátt á nammibarnum. Og margir aðrir hafa velt þessu fyrir sér. Verslunareigendur myndu ekki aðeins auka söluna hjá sér heldur fá fólk til að kaupa annað í leiðinni og ég tala nú ekki um að hafa heilsubætandi áhrif á þjóðina, því ekki veitir af. Allt skiptir máli. Ábyrgð verslana á heilsu þjóðar er heilmikil þar sem þeir stjórna kauphegðun okkar, allavega að einhverju leiti en auðvitað er ábyrgðin ekki aðeins þeirra heldur byrjar hún alltaf hjá okkur sjálfum.Hlutverk foreldra mikilvægt Við kunnum best að meta það sem við erum alin upp við. Ef við erum alin upp við hafragraut á morgnana eða takmörkun á sælgæti og gosi eru miklar líkur á því að við tökum þá siði með okkur á eigið heimili. Hlutverk foreldra er nefnilega gríðarlega stórt þegar kemur að því að móta matarvenjur barna alveg frá upphafi. Ég tel að ef börnum er gefið fullt frelsi á matarvali sínu eru meiri líkur á að þau verði matvönd og vilji ekkert ef þau fá ekki það sem þeim langar í þá og þá stundina. Þó ég meini ekki að matvendi komi af fullu frelsi. Þau vilja og þurfa hæfilegan aga í þessum efnum eins og öðrum. Ef þau eru t.d. kynnt snemma fyrir sætindum eða fituríkum mat eru meiri líkur á að þau velja það frekar í framtíðinni.Næring hefur áhrif á þroska Næring barna, sérstaklega á fyrstu æviárunum, er jafnvel enn mikilvægari en næring fullorðinna, þar sem næringin hefur bein áhrif á þroska barnsins og líkamsstarfsemi síðar meir, svo sem ónæmiskerfi. Næringarsnauður matur, líkt og franskar, sætindi, gos og sykrað kex hefur lítið að gera í litla munna og þau sækjast ekki í þennan mat fyrr en við bjóðum þeim hann, en oft verður hentugleiki og tímaskortur foreldra ofan á. En hvort sem það er peningaskortur eða tímaskortur sem oft verður til þess að næringuna vantar í fæðu okkar eða barnanna að þá er mál að finna lausn á því. Eins og t.d. að nýta betur matinn sem við kaupum og nota frystinn. Ef við höfum ekki heilsuna, höfum við hvort eð er lítið með tíma eða peninga að gera, því maður gerir ekki mikið án heilsunnar.Ábyrgðin okkar á endanum Þó ábyrgð kaupmanna sé mikil og tilboð og auglýsingar geti stýrt fólki í ótrúlegustu áttir er ábyrgðin alltaf okkar á endanum. Heilsa Íslendinga er ekki að batna og við berum sameiginlega ábyrgð á því. Þess vegna hvet ég kaupmenn, matvælaframleiðendur, og matvælainnflytendur að taka á sig hluta ábyrgðar á neysluvenjum fólks og bjóða í auknu mæli upp á veglega afslætti af næringarríkum vellíðunarmat sem skilar sér í heilsuhraustari, öflugri einstaklingum og heilsusamlegra samfélagi.Að nýta sér vald sitt til góðra verka og bjóða upp á góða afslætti á heilsuvörum, s.s. ávöxtum og grænmeti, leiðir bara af sér góða hluti. Heilsa Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Sjá meira
Ég velti mikið fyrir mér hvernig matvöruverslanirnar stjórna kauphegðun okkar með tilboðum og afsláttum. Margir halda að þau séu að gera góð kaup en hugsa minna út í hvaða áhrif matvaran er að hafa á líkama þeirra og heilsu. Alltof oft sjáum við tilboð á óhollustu eins og kexi, sætabrauði, nammi, unnum matvörum og á þá sérstaklega kjötvörum og skyndibitum en örsjaldan tilboð á hollustuvöru, eins og grænmeti og ávöxtum, sem ég sakna oft.Allt skiptir máli Einhvern tímann lagði ég fram þá spurningu af hverju væri ekki hægt að hafa einstöku sinnum 50% afslátt á ávöxtum eða grænmeti í stað 50% afslátt á nammibarnum. Og margir aðrir hafa velt þessu fyrir sér. Verslunareigendur myndu ekki aðeins auka söluna hjá sér heldur fá fólk til að kaupa annað í leiðinni og ég tala nú ekki um að hafa heilsubætandi áhrif á þjóðina, því ekki veitir af. Allt skiptir máli. Ábyrgð verslana á heilsu þjóðar er heilmikil þar sem þeir stjórna kauphegðun okkar, allavega að einhverju leiti en auðvitað er ábyrgðin ekki aðeins þeirra heldur byrjar hún alltaf hjá okkur sjálfum.Hlutverk foreldra mikilvægt Við kunnum best að meta það sem við erum alin upp við. Ef við erum alin upp við hafragraut á morgnana eða takmörkun á sælgæti og gosi eru miklar líkur á því að við tökum þá siði með okkur á eigið heimili. Hlutverk foreldra er nefnilega gríðarlega stórt þegar kemur að því að móta matarvenjur barna alveg frá upphafi. Ég tel að ef börnum er gefið fullt frelsi á matarvali sínu eru meiri líkur á að þau verði matvönd og vilji ekkert ef þau fá ekki það sem þeim langar í þá og þá stundina. Þó ég meini ekki að matvendi komi af fullu frelsi. Þau vilja og þurfa hæfilegan aga í þessum efnum eins og öðrum. Ef þau eru t.d. kynnt snemma fyrir sætindum eða fituríkum mat eru meiri líkur á að þau velja það frekar í framtíðinni.Næring hefur áhrif á þroska Næring barna, sérstaklega á fyrstu æviárunum, er jafnvel enn mikilvægari en næring fullorðinna, þar sem næringin hefur bein áhrif á þroska barnsins og líkamsstarfsemi síðar meir, svo sem ónæmiskerfi. Næringarsnauður matur, líkt og franskar, sætindi, gos og sykrað kex hefur lítið að gera í litla munna og þau sækjast ekki í þennan mat fyrr en við bjóðum þeim hann, en oft verður hentugleiki og tímaskortur foreldra ofan á. En hvort sem það er peningaskortur eða tímaskortur sem oft verður til þess að næringuna vantar í fæðu okkar eða barnanna að þá er mál að finna lausn á því. Eins og t.d. að nýta betur matinn sem við kaupum og nota frystinn. Ef við höfum ekki heilsuna, höfum við hvort eð er lítið með tíma eða peninga að gera, því maður gerir ekki mikið án heilsunnar.Ábyrgðin okkar á endanum Þó ábyrgð kaupmanna sé mikil og tilboð og auglýsingar geti stýrt fólki í ótrúlegustu áttir er ábyrgðin alltaf okkar á endanum. Heilsa Íslendinga er ekki að batna og við berum sameiginlega ábyrgð á því. Þess vegna hvet ég kaupmenn, matvælaframleiðendur, og matvælainnflytendur að taka á sig hluta ábyrgðar á neysluvenjum fólks og bjóða í auknu mæli upp á veglega afslætti af næringarríkum vellíðunarmat sem skilar sér í heilsuhraustari, öflugri einstaklingum og heilsusamlegra samfélagi.Að nýta sér vald sitt til góðra verka og bjóða upp á góða afslætti á heilsuvörum, s.s. ávöxtum og grænmeti, leiðir bara af sér góða hluti.
Heilsa Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Sjá meira