Tóku Icesave-vandann mjög alvarlega Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. mars 2012 12:03 Björgvin G. Sigurðsson segir að Icesave vandanum hafi verið tekið af mjög mikilli alvöru. mynd/ gva. Íslensk stjórnvöld tóku Icesave-vandann mjög alvarlega, af því að hann ógnaði stöðugleika á viðkvæmum tímum," sagði Björgvin G. Sigurðsson í vitnaleiðslum fyrir Landsdómi nú skömmu fyrir hádegið. Hann sagði að vandinn hefði oft verið ræddur. Í huga Geirs Haarde hafi aldrei komið til greina að Ísland tæki á sig ábyrgð á reikningum sem íslensk yfirvöld tóku engan þátt í að stofna. „Ég veit ekki hvernig í veröldinni Darling datt í hug að 300 þúsund manna þjóð ætti að taka á sig mörg hundruð milljarða skuldir," sagði Björgvin um viðbrögð Alistairs Darling þáverandi fjármálaráðherra Breta. Íslensk yfirvöld áttu fund með Darling til að ræða vandann vegna reikninganna. Björgvin G. Sigurðsson segir að markvisst hafi verið unnið að því að koma Icesave reikningum Landsbankans í dótturfélög á árinu 2008. Málið hafi verið sett í ákveðinn farveg, en þegar leið á árið virtist sem áhugi breska fjármálaeftirlitsins á þessu verkefni hafi dvínað. Þetta hafi meðal annars lýst sér í því að breska fjármálaeftirlitið gerði algerlega óraunhæfar kröfur um það eigið fé sem Landsbankinn átti að flytja inn í breska dótturfélagið. „Það var ekki tilefnislaust markmið," sagði Björgvin þegar Sigríður Friðjónsdóttir spurði hann hvort þeir hafi talið hættu á ferðum vegna þess hve lítið væri í íslenska innistæðutryggingasjóðnum. Hann sagði þó að það hefði ekki verið séríslenskt vandamál hve lítið hefði verið í sjóðnum. Þetta hefði líka átt við í Bretlandi. Björgvin sagði að það hefði fyrst og fremst verið vegna ágreinings breska fjármálaeftirlitsins, íslenska fjármálaeftirlitsins og Landsbankans að ekki hafi tekist að koma Icesave inn í dótturfélag Landsbankans á Bretlandi áður en yfir lauk. Landsdómur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Íslensk stjórnvöld tóku Icesave-vandann mjög alvarlega, af því að hann ógnaði stöðugleika á viðkvæmum tímum," sagði Björgvin G. Sigurðsson í vitnaleiðslum fyrir Landsdómi nú skömmu fyrir hádegið. Hann sagði að vandinn hefði oft verið ræddur. Í huga Geirs Haarde hafi aldrei komið til greina að Ísland tæki á sig ábyrgð á reikningum sem íslensk yfirvöld tóku engan þátt í að stofna. „Ég veit ekki hvernig í veröldinni Darling datt í hug að 300 þúsund manna þjóð ætti að taka á sig mörg hundruð milljarða skuldir," sagði Björgvin um viðbrögð Alistairs Darling þáverandi fjármálaráðherra Breta. Íslensk yfirvöld áttu fund með Darling til að ræða vandann vegna reikninganna. Björgvin G. Sigurðsson segir að markvisst hafi verið unnið að því að koma Icesave reikningum Landsbankans í dótturfélög á árinu 2008. Málið hafi verið sett í ákveðinn farveg, en þegar leið á árið virtist sem áhugi breska fjármálaeftirlitsins á þessu verkefni hafi dvínað. Þetta hafi meðal annars lýst sér í því að breska fjármálaeftirlitið gerði algerlega óraunhæfar kröfur um það eigið fé sem Landsbankinn átti að flytja inn í breska dótturfélagið. „Það var ekki tilefnislaust markmið," sagði Björgvin þegar Sigríður Friðjónsdóttir spurði hann hvort þeir hafi talið hættu á ferðum vegna þess hve lítið væri í íslenska innistæðutryggingasjóðnum. Hann sagði þó að það hefði ekki verið séríslenskt vandamál hve lítið hefði verið í sjóðnum. Þetta hefði líka átt við í Bretlandi. Björgvin sagði að það hefði fyrst og fremst verið vegna ágreinings breska fjármálaeftirlitsins, íslenska fjármálaeftirlitsins og Landsbankans að ekki hafi tekist að koma Icesave inn í dótturfélag Landsbankans á Bretlandi áður en yfir lauk.
Landsdómur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira