Viðskipti erlent

Ókeypis að taka húsnæðislán með breytilegum vöxtum í Danmörku

Vextir á breytilegum húsnæðislánum í Danmörku, svokölluðum flexlánum, eru nú orðnir það lágir að það er orðið ókeypis fyrir íbúðaeigendur að taka slík lán.

Vextir á þessum lánum hjá Nordea bankanum eru komnir niður í 0,87% og hafa aldrei verið lægri í sögunni.

Í frétt um málið í danska ríkisútvarpinu segir að þetta séu góðar fréttir fyrir þá 150.000 íbúðaeigendur í Danmörku sem eru með þessi breytilegu lán.

Þar sem verðbólgan í Danmörku mælist 2,8% í augnblikinu þýða 0,87% vextir að raunvaxtastig þessara lána, til eins árs, er neikvætt um 1,7%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×