Sundgarpurinn Ian Thorpe tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitum í 200 metra skriðsundi á úrtökumótinu fyrir Ólympíuleikana í Ástralíu í gær. Eina von Thorpe er að standa sig í 100 metra skriðsundinu á sunnudag.
„Draumurinn hefur breyst í martröð," sagði Thorpe eftir sundið. Ástralinn, sem er 29 ára, hóf keppni á ný í sundi í nóvember eftir að hafa tekið sér frí frá íþróttinni. Thorpe vann á sínum tíma fimm gullverðlaun á Ólympíuleikum.
„Ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Ég taldi mig geta synt hraðar, miklu hraðar," sagði Thorpe sem kom í mark á tímanum 1:49.91 mínútum. Ryan Napoleon synti hraðast á 1:47.15 mínútum. Heimsmet Thorpe frá árinu 2001 er 1:44:06 mínútur.
Thorpe keppir á sunnudag í 100 metra skriðsundi sem er hans síðasti möguleiki til að komast á Ólympíuleikana.
„Möguleikar mínir minnkuðu í kvöld en ég mun finna leið til þess að gefa mér sem bestan möguleika og láta þessi vonbrigði ekki eyðileggja fyrir mér," sagði Thorpe og ítrekaði markmið sitt um sæti í sundliði Ástrala.
Ólympíuvonir Ian Thorpe snarminnkuðu | Komst ekki í úrslit í Ástralíu
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn


Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn




„Skandall“ í gær en uppselt í dag
Fótbolti


