Saksóknari: Fráleitt að skýla sér á bakvið rit Seðlabankans Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. mars 2012 14:08 Sigríður Friðjónsdóttir undirbýr málflutning í Landsdómi í dag. mynd/ gva. Það er fráleitt af Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að skýla sér á bakvið rit Seðlabankans um fjármálastöðugleika árið 2008. Þetta sagði Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, í málflutningi sínum fyrir Landsdómi í dag. Stjórnmálamenn hafa ítrekað visað í það, bæði fyrir Landsdómi og áður, að Seðlabankinn hafi ekki varað formlega við hættum í aðdraganda hrunsins. Í umræddu riti Seðlabankans hafi komið fram að staða bankanna væru að mestu leyti í lagi. Sigríður sagði aftur á móti að í ritinu kæmi fram að ríkjandi aðstæður reyni á viðnámsþrótt bankanna. Þetta hefur verið svolítið til umfjöllunar þetta rit og ákærði skýlt sér á bakvið að þar hafi sagt að allt væri í lagi," sagði Sigríður. Sigríður sagði að þetta væri fráleitt því að þar hafi komið fram viðvaranir á þann hátt sem Seðlabankar gætu sett slíkar viðvaranir fram. „Ákærði hafði starfað í seðlabankanum í sex ár og verið fjármálaráðherra í sex ár. Hann vissi alveg hvernig hann átti að lesa úr slíku riti," sagði Sigríður. Þá sagði Sigríður að Finnur Sveinbjörnsson, sem var ráðgjafi forsætisráðherra í aðdraganda bankahrunsins, virðist fyrst og fremst hafa verið blaðafulltrúi. Hans hlutverk hafi verið að fást við hvernig ætti að bregðast við neikvæðum umfjöllunum og annað slíkt. Sigríður mun ljúka við að flytja mál sitt í dag. Gert er ráð fyrir að Andri Árnason, verjandi Geirs, flytji svo mál sitt í fyrramálið. Eftir hádegi á morgun verða svo andsvör saksóknara og verjanda. Eftir það lýkur aðalmeðferð málsins og málið verður lagt í dóm. Gert er ráð fyrir að dómurinn verði svo kveðinn upp í næsta mánuði. Landsdómur Tengdar fréttir Sigríður: Heill íslenska ríkisins var í hættu Hættan sem vofði yfir Íslandi á árinu 2008 var fyrirfram sýnileg af manni í sporum forsætisráðherra, sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir þegar hún hóf málflutning fyrir Landsdómi í dag. 15. mars 2012 13:16 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Fleiri fréttir Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Sjá meira
Það er fráleitt af Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að skýla sér á bakvið rit Seðlabankans um fjármálastöðugleika árið 2008. Þetta sagði Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, í málflutningi sínum fyrir Landsdómi í dag. Stjórnmálamenn hafa ítrekað visað í það, bæði fyrir Landsdómi og áður, að Seðlabankinn hafi ekki varað formlega við hættum í aðdraganda hrunsins. Í umræddu riti Seðlabankans hafi komið fram að staða bankanna væru að mestu leyti í lagi. Sigríður sagði aftur á móti að í ritinu kæmi fram að ríkjandi aðstæður reyni á viðnámsþrótt bankanna. Þetta hefur verið svolítið til umfjöllunar þetta rit og ákærði skýlt sér á bakvið að þar hafi sagt að allt væri í lagi," sagði Sigríður. Sigríður sagði að þetta væri fráleitt því að þar hafi komið fram viðvaranir á þann hátt sem Seðlabankar gætu sett slíkar viðvaranir fram. „Ákærði hafði starfað í seðlabankanum í sex ár og verið fjármálaráðherra í sex ár. Hann vissi alveg hvernig hann átti að lesa úr slíku riti," sagði Sigríður. Þá sagði Sigríður að Finnur Sveinbjörnsson, sem var ráðgjafi forsætisráðherra í aðdraganda bankahrunsins, virðist fyrst og fremst hafa verið blaðafulltrúi. Hans hlutverk hafi verið að fást við hvernig ætti að bregðast við neikvæðum umfjöllunum og annað slíkt. Sigríður mun ljúka við að flytja mál sitt í dag. Gert er ráð fyrir að Andri Árnason, verjandi Geirs, flytji svo mál sitt í fyrramálið. Eftir hádegi á morgun verða svo andsvör saksóknara og verjanda. Eftir það lýkur aðalmeðferð málsins og málið verður lagt í dóm. Gert er ráð fyrir að dómurinn verði svo kveðinn upp í næsta mánuði.
Landsdómur Tengdar fréttir Sigríður: Heill íslenska ríkisins var í hættu Hættan sem vofði yfir Íslandi á árinu 2008 var fyrirfram sýnileg af manni í sporum forsætisráðherra, sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir þegar hún hóf málflutning fyrir Landsdómi í dag. 15. mars 2012 13:16 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Fleiri fréttir Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Sjá meira
Sigríður: Heill íslenska ríkisins var í hættu Hættan sem vofði yfir Íslandi á árinu 2008 var fyrirfram sýnileg af manni í sporum forsætisráðherra, sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir þegar hún hóf málflutning fyrir Landsdómi í dag. 15. mars 2012 13:16