Halldór teiknar Landsdóm 10. mars 2012 21:00 Bók í smíðum? Það er engu líkara en að Geir sé að vinna að bók um málaferlin, sem eigi að koma út á næstu vikum. Svo mikið og hratt handskrifar hjá sér á meðan á öllu stendur. Fyrsta vika réttarhaldanna fyrir Landsdómi hefur runnið sitt skeið. Ólíkt því sem sumir höfðu vonað er þetta engin skemmtidagskrá - í sem stystu máli má segja að þarna hópist miðaldra fólk og ræði efnahagsmál klukkustundum saman. Þetta á heldur ekki að vera skemmtilegt. Það er jú verið að sækja mann til saka. Engu að síður er jafnan þéttsetið í salnum. Fjölmiðlar senda heilu teymin svo að ekkert fari nú forgörðum þegar menn tapa óhjákvæmilega athyglinni í örskotsstund. Næst Geir situr hans nánasta fjölskylda og missir ekki af neinu. Víðar um salinn má sjá fólk sem augljóslega er komið til að styðja sakborninginn; fyrrverandi aðstoðarmenn hans hlusta, taka glósur og prjóna, gamlir framkvæmdastjórar Sjálfstæðisflokksins koma og fara og annar þeirra hristir hausinn þegar talið berst að Landsbankanum. Hann sat einmitt í bankaráðinu. Fyrrverandi aðstoðarkona Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur er meðal þaulsætnustu gesta og spjallar við Geir í flestum kaffipásum. En þarna eru líka fleiri - laganemar í hrönnum, listamenn og hin og þessi þekkt andlit úr stéttum fræðimanna, útvarpsmanna og vörubílstjóra sem hafa ekki legið á skoðunum sínum frá hruni. Og þótt réttarhöldin séu ekki færð þjóðinni heim í stofu milliliðalaust blasir við að þeir sem setjast í vitnastólinn í miðjum salnum eru fullmeðvitaðir um að á þeim hvíla ótal augu og eyru og að orð þeirra - ef þeim tekst sérstaklega vel upp (nú, eða illa) - kunna að verða lengi á allra vörum. Að því leyti er þinghaldið býsna ólíkt því sem tíðkast í þröngum sölum héraðsdóms þar sem iðulega er verið að takast á um afmarkaðri mál en hrun heils efnahagskerfis. Í stað þess að ógæfuleg vitni tuldri hortugheit í barminn og fyrtist við spurningum setja bísperrt fínimennin í vitnastúku Landsdóms gjarnan á langar og hástemmdar einræður, sem snúast fyrst og fremst um að þau hafi haft rétt fyrir sér en aðrir sjaldnast. Það er nefnilega ýmislegt sem þarf að koma á framfæri við fólkið í landinu. Og var það ekki einmitt það sem við vildum? Kannski. Halldór Baldursson túlkar Landsdóm með sínu einstaka auga. Landsdómur Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Sjá meira
Fyrsta vika réttarhaldanna fyrir Landsdómi hefur runnið sitt skeið. Ólíkt því sem sumir höfðu vonað er þetta engin skemmtidagskrá - í sem stystu máli má segja að þarna hópist miðaldra fólk og ræði efnahagsmál klukkustundum saman. Þetta á heldur ekki að vera skemmtilegt. Það er jú verið að sækja mann til saka. Engu að síður er jafnan þéttsetið í salnum. Fjölmiðlar senda heilu teymin svo að ekkert fari nú forgörðum þegar menn tapa óhjákvæmilega athyglinni í örskotsstund. Næst Geir situr hans nánasta fjölskylda og missir ekki af neinu. Víðar um salinn má sjá fólk sem augljóslega er komið til að styðja sakborninginn; fyrrverandi aðstoðarmenn hans hlusta, taka glósur og prjóna, gamlir framkvæmdastjórar Sjálfstæðisflokksins koma og fara og annar þeirra hristir hausinn þegar talið berst að Landsbankanum. Hann sat einmitt í bankaráðinu. Fyrrverandi aðstoðarkona Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur er meðal þaulsætnustu gesta og spjallar við Geir í flestum kaffipásum. En þarna eru líka fleiri - laganemar í hrönnum, listamenn og hin og þessi þekkt andlit úr stéttum fræðimanna, útvarpsmanna og vörubílstjóra sem hafa ekki legið á skoðunum sínum frá hruni. Og þótt réttarhöldin séu ekki færð þjóðinni heim í stofu milliliðalaust blasir við að þeir sem setjast í vitnastólinn í miðjum salnum eru fullmeðvitaðir um að á þeim hvíla ótal augu og eyru og að orð þeirra - ef þeim tekst sérstaklega vel upp (nú, eða illa) - kunna að verða lengi á allra vörum. Að því leyti er þinghaldið býsna ólíkt því sem tíðkast í þröngum sölum héraðsdóms þar sem iðulega er verið að takast á um afmarkaðri mál en hrun heils efnahagskerfis. Í stað þess að ógæfuleg vitni tuldri hortugheit í barminn og fyrtist við spurningum setja bísperrt fínimennin í vitnastúku Landsdóms gjarnan á langar og hástemmdar einræður, sem snúast fyrst og fremst um að þau hafi haft rétt fyrir sér en aðrir sjaldnast. Það er nefnilega ýmislegt sem þarf að koma á framfæri við fólkið í landinu. Og var það ekki einmitt það sem við vildum? Kannski. Halldór Baldursson túlkar Landsdóm með sínu einstaka auga.
Landsdómur Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Sjá meira