Rúrik Gíslason setur stefnuna hátt | viðtal úr Boltanum á X977 Valtýr Björn Valtýsson skrifar 21. mars 2012 10:15 Eins og sjá má á myndinni var vinstri hlutinn á enni Rúriks gríðarlega bólginn eftir höggið sem hann varð fyrir í leik með OB í dönsku úrvalsdeildinni. twittersíða Rúriks. Rúrik Gíslason leikmaður danska liðsins OB og íslenska landsliðsins var í viðtali í gær í Boltanum á X-inu 977. Hann lenti í óhappi í leik OB og Lyngby um síðustu helgi og fékk mikið höfuðhögg. Heljarstórt horn myndaðist fyrir ofan augabrún og Rúrik lýsti atvikinu í viðtalinu. Hann var þó ekki alveg viss um hvað gerðist og neitaði í fyrstu að fara útaf. En sem betur fer réði hann því ekki. OB hefur ekki gengið alveg sem skyldi og liðið er í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en þrír leikir eru búnir eftir hlé. Rúrik lenti í lok síðasta árs í deilum við þjálfara sinn en Rúrik lét hafa eftir sér í viðtali að honum þætti samkeppnin í liðinu ekki sanngjörn á stundum. Nokkuð var rætt um þessi ummæli í fjölmiðlum og blásið upp að nokkru leyti að mati Rúriks. Hann segir þó að allt sé í góðu í dag á milli þeirra og nú sé bara að standa sig. Rúrik segist vera mjög metnaðargjarn og hann stefni hátt enda er kappinn aðeins 24 ára gamall. Hann ætlar sér að komast til stærra félags þó svo að honum líki mjög vel dvölin í Danmörku. Rúrik var spurður að því hver tíminn væri á honum í 100 metra hlaupi og 60 metra hlaupi en hann sagðist ekki muna það. Þó upplýsti hann að samkvæmt mælingum í janúar væri hann fljótastur í liðinu. Aðspurður um landsliðið og nýjan þjálfara sagði Rúrik að honum litist vel á þetta. Það væri vissulega möguleiki núna í riðlinum og að hann væri að upplifa nýja hluti með Lars Lagerback. Rúrik sagði einnig að sú gagnrýni sem Ólafur Jóhannesson fékk á tímabili hafi verið ósanngjörn að hans mati. Það hafi verið kynslóðaskipti í liðinu og að gagnrýnin hafi verið full hörð. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Sjá meira
Rúrik Gíslason leikmaður danska liðsins OB og íslenska landsliðsins var í viðtali í gær í Boltanum á X-inu 977. Hann lenti í óhappi í leik OB og Lyngby um síðustu helgi og fékk mikið höfuðhögg. Heljarstórt horn myndaðist fyrir ofan augabrún og Rúrik lýsti atvikinu í viðtalinu. Hann var þó ekki alveg viss um hvað gerðist og neitaði í fyrstu að fara útaf. En sem betur fer réði hann því ekki. OB hefur ekki gengið alveg sem skyldi og liðið er í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en þrír leikir eru búnir eftir hlé. Rúrik lenti í lok síðasta árs í deilum við þjálfara sinn en Rúrik lét hafa eftir sér í viðtali að honum þætti samkeppnin í liðinu ekki sanngjörn á stundum. Nokkuð var rætt um þessi ummæli í fjölmiðlum og blásið upp að nokkru leyti að mati Rúriks. Hann segir þó að allt sé í góðu í dag á milli þeirra og nú sé bara að standa sig. Rúrik segist vera mjög metnaðargjarn og hann stefni hátt enda er kappinn aðeins 24 ára gamall. Hann ætlar sér að komast til stærra félags þó svo að honum líki mjög vel dvölin í Danmörku. Rúrik var spurður að því hver tíminn væri á honum í 100 metra hlaupi og 60 metra hlaupi en hann sagðist ekki muna það. Þó upplýsti hann að samkvæmt mælingum í janúar væri hann fljótastur í liðinu. Aðspurður um landsliðið og nýjan þjálfara sagði Rúrik að honum litist vel á þetta. Það væri vissulega möguleiki núna í riðlinum og að hann væri að upplifa nýja hluti með Lars Lagerback. Rúrik sagði einnig að sú gagnrýni sem Ólafur Jóhannesson fékk á tímabili hafi verið ósanngjörn að hans mati. Það hafi verið kynslóðaskipti í liðinu og að gagnrýnin hafi verið full hörð.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Sjá meira