Rúrik Gíslason setur stefnuna hátt | viðtal úr Boltanum á X977 Valtýr Björn Valtýsson skrifar 21. mars 2012 10:15 Eins og sjá má á myndinni var vinstri hlutinn á enni Rúriks gríðarlega bólginn eftir höggið sem hann varð fyrir í leik með OB í dönsku úrvalsdeildinni. twittersíða Rúriks. Rúrik Gíslason leikmaður danska liðsins OB og íslenska landsliðsins var í viðtali í gær í Boltanum á X-inu 977. Hann lenti í óhappi í leik OB og Lyngby um síðustu helgi og fékk mikið höfuðhögg. Heljarstórt horn myndaðist fyrir ofan augabrún og Rúrik lýsti atvikinu í viðtalinu. Hann var þó ekki alveg viss um hvað gerðist og neitaði í fyrstu að fara útaf. En sem betur fer réði hann því ekki. OB hefur ekki gengið alveg sem skyldi og liðið er í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en þrír leikir eru búnir eftir hlé. Rúrik lenti í lok síðasta árs í deilum við þjálfara sinn en Rúrik lét hafa eftir sér í viðtali að honum þætti samkeppnin í liðinu ekki sanngjörn á stundum. Nokkuð var rætt um þessi ummæli í fjölmiðlum og blásið upp að nokkru leyti að mati Rúriks. Hann segir þó að allt sé í góðu í dag á milli þeirra og nú sé bara að standa sig. Rúrik segist vera mjög metnaðargjarn og hann stefni hátt enda er kappinn aðeins 24 ára gamall. Hann ætlar sér að komast til stærra félags þó svo að honum líki mjög vel dvölin í Danmörku. Rúrik var spurður að því hver tíminn væri á honum í 100 metra hlaupi og 60 metra hlaupi en hann sagðist ekki muna það. Þó upplýsti hann að samkvæmt mælingum í janúar væri hann fljótastur í liðinu. Aðspurður um landsliðið og nýjan þjálfara sagði Rúrik að honum litist vel á þetta. Það væri vissulega möguleiki núna í riðlinum og að hann væri að upplifa nýja hluti með Lars Lagerback. Rúrik sagði einnig að sú gagnrýni sem Ólafur Jóhannesson fékk á tímabili hafi verið ósanngjörn að hans mati. Það hafi verið kynslóðaskipti í liðinu og að gagnrýnin hafi verið full hörð. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu sturlaðar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Sjá meira
Rúrik Gíslason leikmaður danska liðsins OB og íslenska landsliðsins var í viðtali í gær í Boltanum á X-inu 977. Hann lenti í óhappi í leik OB og Lyngby um síðustu helgi og fékk mikið höfuðhögg. Heljarstórt horn myndaðist fyrir ofan augabrún og Rúrik lýsti atvikinu í viðtalinu. Hann var þó ekki alveg viss um hvað gerðist og neitaði í fyrstu að fara útaf. En sem betur fer réði hann því ekki. OB hefur ekki gengið alveg sem skyldi og liðið er í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en þrír leikir eru búnir eftir hlé. Rúrik lenti í lok síðasta árs í deilum við þjálfara sinn en Rúrik lét hafa eftir sér í viðtali að honum þætti samkeppnin í liðinu ekki sanngjörn á stundum. Nokkuð var rætt um þessi ummæli í fjölmiðlum og blásið upp að nokkru leyti að mati Rúriks. Hann segir þó að allt sé í góðu í dag á milli þeirra og nú sé bara að standa sig. Rúrik segist vera mjög metnaðargjarn og hann stefni hátt enda er kappinn aðeins 24 ára gamall. Hann ætlar sér að komast til stærra félags þó svo að honum líki mjög vel dvölin í Danmörku. Rúrik var spurður að því hver tíminn væri á honum í 100 metra hlaupi og 60 metra hlaupi en hann sagðist ekki muna það. Þó upplýsti hann að samkvæmt mælingum í janúar væri hann fljótastur í liðinu. Aðspurður um landsliðið og nýjan þjálfara sagði Rúrik að honum litist vel á þetta. Það væri vissulega möguleiki núna í riðlinum og að hann væri að upplifa nýja hluti með Lars Lagerback. Rúrik sagði einnig að sú gagnrýni sem Ólafur Jóhannesson fékk á tímabili hafi verið ósanngjörn að hans mati. Það hafi verið kynslóðaskipti í liðinu og að gagnrýnin hafi verið full hörð.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu sturlaðar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Sjá meira