Innlent

Mörg þúsund fermetrar auðir á Laugaveginum

Fjöldi eigna á Laugavegi sem ætlaður er atvinnurekstri stendur auður en samanlagt er um að ræða mörg þúsund fermetra. Hugrún Halldórsdóttir kannaði hvernig staðan er á þessari helstu verslunargötu landsins.

Við hófum ferð okkar við Hlemm, en rétt hjá skiptistöðinni eru tvö stærðarinnar húsnæði auð, númer 105 og 103.

Engan rekstur er að finna á Laugavegi 98, og sama er uppi á teningnum á Laugavegi 95 og 91 eða svona hér um bil því tímabundinn rekstur er nú þar vegna Hönnunarmars, en að tveimur vikum liðnum fer allt í fyrra horf. Svo er húsnæðið að Laugavegi 89 einnig autt sem og 87.

Í húsinu, þar sem Stjörnubíó stóð eitt sinn, er að finna tvö auð verslunarrými. Númer 83 er einnig tómt sem og 84, 74 og 68.

Fyrir neðan Vitastíg eru öll verslunarhúsnæði svo nýtt en þessi litla ferð niður Laugaveginn frá Snorrabrautinni sýnir að verslunarrýmið sem stendur autt er töluvert.

Gera má ráð fyrir að hér sé um að ræða mörg þúsund fermetra allt í allt, en húsnæðið að Laugavegi 89, þar sem sautján var eitt sinn til húsa, er til dæmis 3600 fermetrar að stærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×