Viðskipti erlent

Ferðafélagið undirritar samning við Advania

Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands (fyrir miðju) með Gesti G. Gestssyni forstjóra og Davíð Hjaltested ráðgjafa (hægra megin).
Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands (fyrir miðju) með Gesti G. Gestssyni forstjóra og Davíð Hjaltested ráðgjafa (hægra megin).
Ferðafélag Íslands hefur undirritað samning við Advania um innleiðingu á viðskiptalausninni ÓPUSallt, sem inniheldur einingar fyrir innflutning, dreifingu, framleiðslu, verkbókhald, bókhaldsþjónustu eða handtölvulausnir. Í tilkynningu segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, að ferðafélagið sé með stærstu og öflugustu félagasamtökum í landinu. „Við höfum átt farsælt samstarf við félagið um langt árabil og það er grundvöllurinn að þessari nýju innleiðingu á nútímalegri viðskiptalausn," segir Gestur.

Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélagsins, segir að það henti Ferðafélagi Íslands afskaplega vel að eiga í langtíma samstarfi við trausta birgja, sem veiti góða og skjóta þjónustu á hagkvæmu verði. „Þannig getum við einbeitt okkur að kjarnastarfsemi félagsins og verið áhyggjulaus um ótengda þætti, líkt og tækniumhverfi okkar," segir Páll.

„Vefþjónustukostir ÓPUSallt eru þróaðir með Microsoft.NET-tækni og eru hentugir fyrir hnökralaus rafræn samskipti við til dæmis birgja, viðskiptavini, banka og tollayfirvöld. Ferðafélagið hefur um árabil notað fjárhagskerfið TOK+ og uppfærir nú í ÓPUSallt á hagkvæman og fljótlegan hátt," er haf eftir Davíði Hjaltested hjá Advania.

Ferðafélag Íslands var stofnað árið 1927. Félagið er áhugamannafélag með 7 þúsund meðlimi og tilgangur þess er að stuðla að ferðalögum um Ísland og greiða fyrir þeim. Innan vébanda Ferðafélagsins starfa 15 deildir víða um landið. Deildirnar eiga og reka skála og halda úti skipulögðum ferðum fyrir ferðafólk allan ársins hring.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×