Viðskipti erlent

Þrjú milljón eintök af iPad seld á fjórum dögum

Apple seldi 3 milljón eintök af nýju iPad spjaldtölvunni á fjórum dögum.
Apple seldi 3 milljón eintök af nýju iPad spjaldtölvunni á fjórum dögum. mynd/AP
Apple seldi 3 milljón eintök af nýju iPad spjaldtölvunni á fjórum dögum. Spjaldtölvan fór í almenna sölu í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada fyrir helgi en hún er væntanleg hingað til lands á föstudaginn.

„Nýji iPad er með ólíkindum vinsæll," sagði Phil Schiller, talsmaður Apple. „Neytendur eru virkilega ánægðir með þær endurbætur sem við gerðum á græjunni og þá sérstaklega háskerpuskjáinn."

Það tók Apple alls sjö vikur að selja milljón eintök af fyrstu kynslóð iPad spjaldtölvunnar. Apple hefur ekki gefið út sölutölur á iPad 2.

Spjaldtölvan fór í sölu í 12 löndum fyrir helgi og voru sölutölur framar vonum. Það hlakkar því væntanlega í stjórnendum tæknirisans því þriðja kynslóð iPad spjaldtölvunnar fer í almenna sölu í 24 löndum á föstudaginn - það á meðal á Íslandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×