Viðskipti erlent

Seldi upplýsingar til hasarblaðaljósmyndara

Háttsettur starfsmaður Virgin Atlantic flugfélagsins breska hefur sagt starfi sínu lausu eftir í ljós kom að hann hafði lekið upplýsingum flugferðir frægs fólks til fyrirtækis sem gerir út papparazzi ljósmyndara. Þetta þýddi að papparazzi ljósmyndararnir vissu nákvæmlega hvenær von væri á frægu fólki og gátu myndað það á leið í og úr flugi. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á þessu var knattspyrnumaðurinn Ashley Cole, leikkonurnar Sienna Miller, Scarlett Johansson og Gwyneth Paltrow og tónlistarmaðurinn Robbi Williams. Sir Richard Branson, eigandi Virgi Atlantic, sagði við breska fjölmiðla að fyrirtækið tæki upplýsingum mjög alvarlega og hefði hafði rannsókn á málinu innanhúss.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×