Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 77-79 | Grindavík í úrslitin Kolbeinn Tumi Daðason í Ásgarði skrifar 19. apríl 2012 13:44 Mynd/HAG Grindvíkingar eru komnir í úrslit á Íslandsmóti karla í körfuknattleik eftir ótrúlegan sigur á Stjörnunni í fjórða leik liðanna í Garðabæ í kvöld. Stjörnumenn áttu magnaða endurkomu í leiknum en umdeild karfa Sigurðar Þorsteinssonar undir lokin tryggði gestunum sigur og sæti í úrslitum. Grindvíkingar byrjuðu leikinn í Garðabæ í kvöld betur. Undir lok fyrsta leikhluta, í stöðunni 15-19, gerðist hins vegar hræðilegt atvik. Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lenti illa eftir að hafa tekið frákast og virtist annaðhvort hafa farið úr lið eða ökklabrotnað. Fótleggur hans leit skelfilega út, leikmenn sem áhorfendur gripu fyrir andlitið og Ólafur var fluttur á sjúkrahús. Þegar Ólafur var borinn á börunum út um neyðarútang á Stjörnuheimilinu reisti hann sig upp og hóf að hvetja samherja sína. Það virtist hafa góð áhrif á gestina sem settu í gír. Fremstur í flokki var J'Nathan Bullock sem skoraði 21 stig í fyrri hálfleiknum og Grindavík fór með tólf stiga forskot inn í hálfleikinn 36-48. Stjörnumenn gerðu nokkur áhlaup í upphafi síðari hállfeiks til að saxa á forskotið en gestirnir virtust alltaf hafa svör. Þeir komust mest sextán stigum yfir þegar heimamenn vöknuðu til lífsins. Hægt og bítandi unnu þeir upp forskot Grindavíkur og Justin Shouse kom Stjörnunni yfir, 76-74, þegar mínúta lifði leiks. Hver nema stórskyttan Páll Axel Vilbergsson skoraði þá sína einu þriggja stiga körfu í leiknum en Lindmets jafnaði metin þegar annað vítaskota hans fór ofan í. Aftur reyndi Páll Axel þriggja stiga skot þegar tíu sekúndur lifðu leiks en hitti ekki. Fannar Helgason náði frákastinu og útlitið gott fyrir heimamenn. Undir pressu frá Sigurði Þorsteinssyni og Þorleifi Ólafssyni tapaði Fannar hins vegar boltanum og Sigurður skoraði auðvelda körfu. Sjö sekúndur eftir og í síðustu sókn Stjörnunnar náði Justin Shouse ekki almennilegu skoti undir mikilli pressu varnarmanna Grindavíkur. Leiktíminn úti og Grindavík komið í úrslit. Óhætt er að segja að Garðbæingar, allir sem einn, hafi verið ósáttir við ákvarðanatökur dómaranna á lokasekúndunum. Sérstaklega í tilfelli Fannars en einnig töldu margir að brotið hefði verið á Justin í lokaskotinu. J'Nathan Bullock skoraði 26 stig og Sigurður Þorsteinsson 15 stig, þar af sigurkörfuna. Hjá heimamönnum voru Keith Cothran og Renato Lindmets bestir. Cothran skoraði 21 og Lindmets 18 auk þess að taka 11 fráköst. Þrátt fyrir ósætti heimamanna við dómgæsluna í lok leiksins fór betra liðið áfram úr einvíginu. Endurkoma Stjörnunnar í kvöld var til fyrirmyndar en setja verður spurningamerki við hversu illa stemmt liðið mætti til leiks. Þeim tókst næstum því að redda því en verða að líta í eigin barm þó svo þeir eigi ýmislegt til síns máls varðandi atvikin í lok leiks. Fannar: Mér finnst eins og við höfum verið rændirFannar Helgason, leikmaður Stjörnunnar, var allt annað en sáttur í leikslok. Hann hirti varnarfrákast í stöðunni 77-77 en Grindvíkingar börðust við hann um boltann sem lauk með því að Sigurður Þorsteinsson skoraði sigurkörfu Grindvíkinga. „Það var brotið á mér. Þeir biðu eftir að ég gæfi einhverjum olnbogaskot og ég þorði auðvitað ekki að snerta neinn svo ég færi ekki í leikbann. Það er skandall að það hafi ekki verið dæmt og mér finnst eins og við höfum verið rændir," sagði Fannar Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, sem missti af síðustu tveimur leikjum liðanna vegna leikbanns. „Við erum í baráttu um boltann en þetta er samt villa. Ég held bara boltanum og það er ekkert sem ég get gert," sagði Fannar hundfúll vægast sagt. Um lokasókn Stjörnunnar þegar Justin Shouse keyrði inn að körfunni en náði ekki almennilega skoti sagði Fannar: „Það er klárlega villa líka. Það eru tvö risastór atvik sem réðu úrslitum. Við áttum auðvitað að vera búnir að ná þeim fyrr en við gerðum það samt. Við sýndum karakter og komum tilbaka. Þetta var bara í höndum dómaranna, ég get ekki sagt annað. Mig langar að segja að þeir skipti ekki máli í körfubolta en þeir gerðu það klárlega." Sigurður Þorsteinsson: Bara barátta um boltann„Þetta var bara barátta um boltann," sagði Sigurður Þorsteinsson en bætti svo við brosandi: „Æi, þetta skiptir ekki máli núna. Leikurinn er búinn." Sigurður átti frábæran leik hjá Grindavík í kvöld, skoraði 15 stig auk þess að hirða 13 fráköst. Auk J'Nathan Bullock stóð Sigurður upp úr í liði gestanna. Sigurður vildi lítið tjá sig um hvort um brot hefði verið að ræða á Justin Shouse í lokasókn Stjörnunnar. „Ég stend beinn með báðar hendur uppi. Ég veit ekki hvað samherjar mínir gerðu en það var ekki villa á mig," sagði Sigurður. Sigurður reyndi að útskýra hvernig Grindvíkingar hefðu hleypt Stjörnumönnum aftur inn í leikinn. „Við hættum að hlaupa tilbaka í vörn og þá fá þeir auðveldar körfur. Við töpum alltof mörgum boltum og þá komast þeir inn í leikinn," sagði Sigurður og tók undir með blaðamanni að það væri gott upp á framhaldið að vinna leikinn á þessum nótum fyrir framhaldið Teitur: Að fá framlagið ekki viðurkennt er ömurlegt„Að fá framlagið sem við lögðum í þetta ekki viðurkennt er vægast sagt svekkjandi," sagði Teitur Örlygsson um endurkomu sinna manna og ákvarðanatökur dómara á lokasekúndunum. Teitur lét þó ekki í ljós skoðun sína á dómunum í restina. „Ég veit það ekki. Mér skilst á mönnum í sjónvarpinu og öðrum að svo hafi verið en ég veit það ekki. Það gerir þetta samt ennþá meira svekkjandi," sagði Teitur. Svo virtist sem slokknaði á Stjörnumönnum eftir að Ólafur Ólafsson meiddist illa á ökkla undir lok fyrsta fjórðungs. Teitur sagðist þó hafa fundist sínir menn dofnir fram að þeim punkti en óskaði Ólafi alls hins besta. „Það er ömurlegt þegar svona slys gerast og við óskum honum auðvitað góðs bata," Enn einn leikinn vantaði framlag frá lykilmönnum Stjörnuliðsins, þeim Marvin Valdimarssyni og Jovan Zdravevski. „Það koma svona dagar þar sem menn hitta illa og aðrir þar sem þeir hitta vel. Þannig er þetta bara," sagði Teitur sársvekktur með úrslitin. Justin Shouse: Mér fannst ég fá högg aftan á mig„Þetta er úrslitakeppnin í körfunni. Stundum færðu svona villur og stundum ekki. Þetta hefði verið villa fyrr í leiknum en það var svo sem leyfð harka á báðum endum í kvöld," sagði Justin Shouse leikstjórnandi Stjörnunnar. Shouse keyrði inn að körfunni í lokasókn heimamanna en náði ekki skoti aðþrengdur. Töldu heimamenn um augljósa villu að ræða. „Mér fannst ég fá högg aftan á mig sem gerði það að verkum að það vantaði kraft í skotið. Nú hef ég allt sumarið til að hugsa um hvort ég hefði átt að keyra inn eða finna lausan mann fyrir utan," sagði Shouse. Stjarnan náði að snúa töpuðum leik sér í vil og endurkoma þeirra mögnuð. „Renato Lindmets átti stóran þátt í því. Hann var stórkostlegur í seinni hálfleik og gaf okkur frábæran möguleika á endurkomu og sigri. Þetta hefur verið vandamál í allan vetur að spila ekki vel í fjörutíu mínútur. Þannig nærðu forystu á kaflanum þegar þú skorar 8-10 stig í röð í stað þess að minnka muninn," sagði Shouse sem grætur frammistöðu liðsins á heimavelli gegn Grindavík. „Það vantaði stöðugleika í lið okkar. Þegar við vildum spila góða vörn þá vorum við eitt besta lið deildarinnar. Það vantaði nokkrum sinnum í vetur og svo klárlega í leikjunum hér í Garðabæ í úrslitakeppninni," sagði Shouse sem hrósaði andstæðingunum úr Grindavík. „Það má samt ekki gleyma því að Grindavík er frábært lið sem spilar af hörku. Liðið hefur mikla breidd og skipta spilmínútunum vel á milli manna. Þeir eru sterkir varnarlega sem sóknarlega og það verður spennandi að fylgjast með baráttu þeirra gegn Þórsurum. Því miður fáum við ekki tækifæri til að berjast við þá," sagði Justin Shouse svekktur með að vera kominn í sumarfrí. Textalýsing blaðamanns á vellinumLeik lokið. Stjarnan náði ekki skotinu og Grindavík er komin í úrslit.40. mín. Staðan er 77-79 fyrir Grindavík. Shouse keyrði inn að körfunni en náði ekki skotinu. Var aðþrengdur en vildi fá villu. Stjarnan á innkast þegar hálf sekúnda er eftir á klukkunni.40. mín. Staðan er 77-79 fyrir Grindavík. Grindvíkingar klikkuðu skoti og Fannar hirti frákastið. Á einhvern óskiljanlegan hátt náði Þorleifur boltanum af honum og Sigurður Þorsteinsson skoraði. Stjörnumenn brjálaðir og töldu greinilega að hann hefði brotið á Fannari. Sjö sekúndur eftir.40. mín. Staðan er 77-77. Lindmets setur annað vítaskotið ofan í.40. mín. Staðan er 76-77. Shouse með tvö stig en hver annar en Páll Axel Vilbergsson setur þrist í andlitið. 28 sekúndur eftir.39. mín. Staðan er 74-74. Ævintýraleg karfa hjá Sigga Þorsteins en vítið fer ekki sína leið. Ein og hálf eftir Þvílík spenna.38. mín. Staðan er 74-72. Hvað er að gerast!!! Lindmets setur sniðskot ofan í og brotið á honum. Vítið fer ekki ofan í en Cothran hirðir frákastið og skorar38. mín. Staðan er 70-72. Bæði ofan í hjá Stjörnunni sem er með boltann.38. mín. Staðan er 68-72. Bullock brýtur harkalega á Fannari Helgasyni. Óíþróttamannslegvilla dæmd og Stjarnan komin í bullandi séns. Ekki viljaverk hjá Bullock held ég en þetta leit illa út.37. mín. Staðan er 68-72. Þristur frá ... Jovan. Teitur var að skipta honum inn á. Veit greinilega hvað hann á inni frá honum. Grindavík tapar boltanum en Justin með misheppnaða sendingu fram völlinn á Cothran. Grindavík með boltann. Tæpar þrjár eftir.36. mín. Staðan er 65-72. Bullock með tvö stig fyrir Grindavík en Cothran svarar á hinum endanum. Bullock fylgir eftir misheppnuðu skoti strax á eftir og blakar boltanum ofan í. Risakarfa, hrikalega vel gert hjá Kananum hárprúða.34. mín. Staðan er 63-68. Þvílík karfa hjá Marvin. Stjörnumenn virtust vera búnir að tapa boltanum en Lindmets náði að henda honum á Marvin sem kom honum ofan í og setur vítið að auki niður. Bullock aðeins skorað þrjú stig í seinni hálfleik. Spennandi lokamínútur framundan.31. mín. Staðan er 61-68. Teitur ósáttur við sína menn í vörninni. Tvö sóknarfráköst í röð hjá Grindavík og sókninni lýkur með afar skrautlegum þristi frá Þorleifi. Hann fagnar og „trash-talkar" en á meðan veður Cothran upp völlinn og treður með tilþrifum.3. leikhluta lokið. Staðan er 57-65. Munurinn átta stig fyrir lokafjórðunginn og allt galopið. Pettinella atkvæðamikill í teignum seint í hálfleiknum, tróð og fékk auðvelt sniðskot. Þegar það var loksins brotið á honum setti hann hvorugt vítaskotið ofan í. Hrikalegur skotstíll.29. mín. Staðan er 57-63. Bullock stígur útaf og Lindmets setur körfu og vítaskot ofan í. Minnsti munurinn síðan í upphafi annars leikhluta.28. mín. Staðan er 54-63. Pettinella með troðslu og tvö stig til viðbótar í næstu sókn. Teitur ekki sáttur við vörnina hjá heimamönnum. Jovan tapar boltanum. Ekki hans kvöld.28. mín. Staðan er 51-59. Heimamenn heldur betur að sækja í sig veðrið. Grindavík að taka erfið skot og gengur illa í sókninni. Lindmets hirti nú sóknarfrákast, setti skotið ofan í og fékk villu að auki. Helgi Jónas tekur leikhlé.26. mín. Staðan er 47-59. Shouse með þriggja stiga körfu. Hefur skorað úr einni af fimm. Hinar 10 tilraunir heimamanna ekki ratað ofan í. Lindmets bætir við tveimur. Munurinn tólf stig. Heimamenn vel studdir.25. mín. Staðan er 42-57. Bullock með tvö stig og vítaskot. Munurinn aftur 15 stig og á hinum endanum klikkar Jovan á sínu sjötta skoti af sex í leiknum. Reynir svo þriggja stiga skot aftur í næstu sókn og ... hittir ekki. Ískalt hjá Jovan í kvöld.25. mín. Staðan er 42-54. Fjögur í röð hjá heimamönnum. Bæði í boði Cothran sem er að láta til sín taka. Kominn með 15 stig.22. mín. Staðan er 38-54. Siggi Þorsteins með tvö stig auk þess að setja vítið ofan í. Þorleifur setur svo þrist. Sextán stiga munur.21. mín. Staðan er 38-48. Marvin með fyrstu körfuna og hinum megin loftbolti hjá Bullock undir pressu frá Fannari sem ætlar að halda aftur af honum. Byrjar vel.Umræða í hálfleik Liðin komin inn á völlinn í upphitun fyrir seinni. Tvær mínútur í baráttuna. Stjörnumenn þurfa að vera grimmari í vörninni og setja Bullock í erfiðari skot. Munurinn á liðunum liggur fyrst og fremst í skotnýtingunni fyrir utan þriggja. Annars er jafnt á flestum tölum í fráköstum, töpuðum boltum og Stjarnan er að skjóta örlítið betur fyrir innan þriggja. Vonandi fáum við spennnu í seinni hálfleik. Stjarnan byrjar.Hálfleikur. Staðan er 36-48 fyrir Grindavík. Munurinn 12 stig og skilaboð stuðningsmanna Stjörnunnar þegar liðin ganga til búningsklefa eru „rífa sig í gang". Eftir nokkuð jafnar upphafsmínútur gengu Grindvíkingar á lagið eftir að Ólafur fór meiddur af velli. Meiðslin voru ófögur sjón svo ekki sé meira sagt og alls ekki útilokað að það að verða vitni að svoleiðis hafi áhrif á hausinn. Jovan, sem mögulega var valdur að meiðslunum, hefur til að mynda ekki skorað er -5 í framlagi. Ég sá Marvin grípa um höfuð sér þegar hann sá Ólaf liggjandi og hann er með tvö stig. Tvær helstu skyttur liðsins en Stjarnan á eftir að skora þrist. Níu misheppnaðar tilraunir á ferilskránni eftir fyrri hálfleikinn. Justin Shouse hefur verið sá eini með lífsmarki í sókninni en Cothran fær líka klapp á bakið fyrir varnarleikinn gegn Watson. Grindvíkingar, með Bullock í fararbroddi hafa hins vegar gengið á lagið og hreinlega náð að nýta atvikið sem innspýtingu í spilamennsku sína. Cothran hefur að vísu lokað vel á Watson en það hefur ekki skipt máli því Bullock hefur verið óstöðvandi. Hann er fyrst og fremst munurinn á liðunum hér í kvöld.19. mín. Staðan er 32-46. Stjarnan ræður ekkert við J'Nathan Bullock. Fimm stig í röð hjá kappanum sem er kominn í 21 sig og 6 fráköst. Jovan ekki skorað og Marvin kominn með tvö stig hjá Stjörnunni. Þessir tveir þurfa að vakna. Annars er leikurinn búinn.16. mín. Staðan er 29-39. Gestirnir halda áfram að auka forskotið. Tíu stig er mesti munurinn hingað til.13. mín. Staðan er 25-30. Sigurður Þorsteinsson var að troða með tilþrifum. Tölfræðin var að detta í hús. Grindavík með 40 framlagsstig í fyrsta leikhluta. Bullock með 13 stig en Shouse er kominn í 14 hjá Stjörnunni.12. mín. Staðan er 23-28. Cothran með tvö stig og svo stela heimamenn boltanum. Í stöðunni 3 gegn 1 en dæmd villa á Jóhann Árna. Þarna átti klárlega að beita hagnaðinum.11. mín. Staðan er 21-28 fyrir Grindavík. Ásetningsvilla á Pettinella en Marvin setur hvorugt skotið ofan í. Justin Shouse setur tvö stig, kallinn stígur alltaf á línuna.1. leikhluta lokið Grindavík leiðir 17-26: Ég ætla að fullyrða það að þessi meiðsli Ólafs hafi kveikt í gestunum sem voru svakalega grimmir þessar tvær mínútur sem lifðu af fjórðungnum. Alveg á hreinu hverjum sigurinn í kvöld verður tileinkaður takist Grindvíkingum að leggja Stjörnuna. Það er samt langt í land en Stjarnan þarf að taka til í vörninni til að eiga séns.9. mín. Staðan er 15-21 fyrir Grindavík: Ólafur yfirgaf Ásgarð með því að kveikja í stuðningsmönnum Grindvíkinga. Bullock setti tvö stig í kjölfarið. Þetta gæti kveikt allsvakalega í gestunum.9. mín. Guð minn góður. Ólafur Ólafsson fékk hér Jovan Sdravevski ofan á ökklann á sér og það er klárt mál að hann er brotinn. Hann liggur á vellinum og er sárkvalinn. Það verður gert hlé á leiknum á meðan hugað er að Ólafi. Vonum það besta en það er ljóst að það er langt í að Ólafur spilar körfubolta aftur.8. mín. Staðan er 15-17 fyrir Grindavík: Justin Shouse setti niður þrist sem hefði komið heimamönnum yfir í fyrsta skipti í leiknum en dæmt sóknarbrot á Zdravevski. Svekkjandi.7. mín. Staðan er 13-15 fyrir Grindavík: Heimamenn ranka við sér og munurinn orðinn tvö stig. Watson klikkaði úr auðveldu sniðskoti, Shouse brunaði upp og skoraði. Troðfullt í Ásgarði og mikil stemmning. Samt engin Þorlákshafnar stemmning.5. mín. Staðan er 7-13 fyrir Grindavík: Gestirnir byrja miklu betur og Þorleifur var að setja þrist spjaldið ofan í. Stal svo boltanum og reyndi aftur. Þá var skotið skelfilegt og aldrei nálægt því að fara ofan í.3. mín. Staðan er 3-6 fyrir Grindavík. Jóhann Árni og Bullock hvor með sinn þristinn. Keith Cothran setur vítaskot ofan í og minnkar muninn.1. mín. Staðan er 2-0 fyrir Stjörnuna: Lindmets hefur betur gegn Sigga Þorsteins í uppkastinu en heimamenn tapa boltanum. Á hinum endanum hittir Watson ekki úr þriggja stiga skoti. Lindmets og Bullock klikka líka auðveldum skotum. Þá setur Justin Shouse loksins boltann í körfuna.Fyrir leik Leikmannakynningum lokið og þrjár mínútur í ballið.Byrjunarlið Stjörnunnar Marvin Valdimarsson Keith Cothran Renato Lindmets Justin Shouse Guðjón LárussonByrjunarlið Grindavíkur Giordan Watson J'Nathan Bullock Jóhann Árni Ólafsson Þorleifur Ólafsson Sigurður G. ÞorsteinssonFyrir leik Helstu skyttur Grindvíkinga, Jovan Zdravevski og hinn Twitter-sjúki Marvin Valdimarsson, áttu afar erfitt uppdráttar í fyrstu tveimur leikjunum en duttu í gírinn í síðasta leik.Fyrir leik Varnarleikur Stjörnumanna hefur batnað með hverjum leiknum gegn Grindavík. Munar þar miklu um baráttuna um fráköstin sem Garðbæingar unnu loksins í síðasta leik.Fyrir leik Fannar Helgason er kominn aftur í lið Stjörnunnar eftir að hafa tekið út tveggja leikja bann. Góðar fréttir fyrir heimamenn.Fyrir leik Hálftími í leik og stúkan orðin hálffull. Trúi ekki öðru en að það verði pakkað hér í kvöld. Sigurliðið í einvíginu mætir spútnikliði ársins, Þór frá Þorlákshöfn, í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. Eftir að hafa tryggt sér 3. sæti í deildarkeppninni sló liðið Íslandsmeistara ársins 2010 út í 8-liða úrslitum og nú síðast Íslands- og bikarmeistarara KR í undanúrslitum.Fyrir leik Grindavík vann nokkuð sannfærandi sigur í fyrsta leik liðanna í Röstinni þrátt fyrir að Stjarnan hafi aldrei verið langt undan. Annar leikur liðanna hér í Garðabænum var sá jafnasti í rimmunni en gestirnir mörðu sigur. Nú síðast í Grindavík voru gestirnir úr Garðabænum miklu ákveðnari og unnu sannfærandi sigur.Fyrir leik Gott kvöld kæru Vísislesendur og velkomnir með mér í Ásgarð. Framundan væntanlega æsispennandi leikur. Að minnsta kosti verður hart barist, það er klárt mál. Grindvíkingar leiða í undanúrslitaeinvíginu gegn Stjörnunni 2-1 og geta tryggt sig í úrslit með sigri í kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Grindvíkingar eru komnir í úrslit á Íslandsmóti karla í körfuknattleik eftir ótrúlegan sigur á Stjörnunni í fjórða leik liðanna í Garðabæ í kvöld. Stjörnumenn áttu magnaða endurkomu í leiknum en umdeild karfa Sigurðar Þorsteinssonar undir lokin tryggði gestunum sigur og sæti í úrslitum. Grindvíkingar byrjuðu leikinn í Garðabæ í kvöld betur. Undir lok fyrsta leikhluta, í stöðunni 15-19, gerðist hins vegar hræðilegt atvik. Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lenti illa eftir að hafa tekið frákast og virtist annaðhvort hafa farið úr lið eða ökklabrotnað. Fótleggur hans leit skelfilega út, leikmenn sem áhorfendur gripu fyrir andlitið og Ólafur var fluttur á sjúkrahús. Þegar Ólafur var borinn á börunum út um neyðarútang á Stjörnuheimilinu reisti hann sig upp og hóf að hvetja samherja sína. Það virtist hafa góð áhrif á gestina sem settu í gír. Fremstur í flokki var J'Nathan Bullock sem skoraði 21 stig í fyrri hálfleiknum og Grindavík fór með tólf stiga forskot inn í hálfleikinn 36-48. Stjörnumenn gerðu nokkur áhlaup í upphafi síðari hállfeiks til að saxa á forskotið en gestirnir virtust alltaf hafa svör. Þeir komust mest sextán stigum yfir þegar heimamenn vöknuðu til lífsins. Hægt og bítandi unnu þeir upp forskot Grindavíkur og Justin Shouse kom Stjörnunni yfir, 76-74, þegar mínúta lifði leiks. Hver nema stórskyttan Páll Axel Vilbergsson skoraði þá sína einu þriggja stiga körfu í leiknum en Lindmets jafnaði metin þegar annað vítaskota hans fór ofan í. Aftur reyndi Páll Axel þriggja stiga skot þegar tíu sekúndur lifðu leiks en hitti ekki. Fannar Helgason náði frákastinu og útlitið gott fyrir heimamenn. Undir pressu frá Sigurði Þorsteinssyni og Þorleifi Ólafssyni tapaði Fannar hins vegar boltanum og Sigurður skoraði auðvelda körfu. Sjö sekúndur eftir og í síðustu sókn Stjörnunnar náði Justin Shouse ekki almennilegu skoti undir mikilli pressu varnarmanna Grindavíkur. Leiktíminn úti og Grindavík komið í úrslit. Óhætt er að segja að Garðbæingar, allir sem einn, hafi verið ósáttir við ákvarðanatökur dómaranna á lokasekúndunum. Sérstaklega í tilfelli Fannars en einnig töldu margir að brotið hefði verið á Justin í lokaskotinu. J'Nathan Bullock skoraði 26 stig og Sigurður Þorsteinsson 15 stig, þar af sigurkörfuna. Hjá heimamönnum voru Keith Cothran og Renato Lindmets bestir. Cothran skoraði 21 og Lindmets 18 auk þess að taka 11 fráköst. Þrátt fyrir ósætti heimamanna við dómgæsluna í lok leiksins fór betra liðið áfram úr einvíginu. Endurkoma Stjörnunnar í kvöld var til fyrirmyndar en setja verður spurningamerki við hversu illa stemmt liðið mætti til leiks. Þeim tókst næstum því að redda því en verða að líta í eigin barm þó svo þeir eigi ýmislegt til síns máls varðandi atvikin í lok leiks. Fannar: Mér finnst eins og við höfum verið rændirFannar Helgason, leikmaður Stjörnunnar, var allt annað en sáttur í leikslok. Hann hirti varnarfrákast í stöðunni 77-77 en Grindvíkingar börðust við hann um boltann sem lauk með því að Sigurður Þorsteinsson skoraði sigurkörfu Grindvíkinga. „Það var brotið á mér. Þeir biðu eftir að ég gæfi einhverjum olnbogaskot og ég þorði auðvitað ekki að snerta neinn svo ég færi ekki í leikbann. Það er skandall að það hafi ekki verið dæmt og mér finnst eins og við höfum verið rændir," sagði Fannar Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, sem missti af síðustu tveimur leikjum liðanna vegna leikbanns. „Við erum í baráttu um boltann en þetta er samt villa. Ég held bara boltanum og það er ekkert sem ég get gert," sagði Fannar hundfúll vægast sagt. Um lokasókn Stjörnunnar þegar Justin Shouse keyrði inn að körfunni en náði ekki almennilega skoti sagði Fannar: „Það er klárlega villa líka. Það eru tvö risastór atvik sem réðu úrslitum. Við áttum auðvitað að vera búnir að ná þeim fyrr en við gerðum það samt. Við sýndum karakter og komum tilbaka. Þetta var bara í höndum dómaranna, ég get ekki sagt annað. Mig langar að segja að þeir skipti ekki máli í körfubolta en þeir gerðu það klárlega." Sigurður Þorsteinsson: Bara barátta um boltann„Þetta var bara barátta um boltann," sagði Sigurður Þorsteinsson en bætti svo við brosandi: „Æi, þetta skiptir ekki máli núna. Leikurinn er búinn." Sigurður átti frábæran leik hjá Grindavík í kvöld, skoraði 15 stig auk þess að hirða 13 fráköst. Auk J'Nathan Bullock stóð Sigurður upp úr í liði gestanna. Sigurður vildi lítið tjá sig um hvort um brot hefði verið að ræða á Justin Shouse í lokasókn Stjörnunnar. „Ég stend beinn með báðar hendur uppi. Ég veit ekki hvað samherjar mínir gerðu en það var ekki villa á mig," sagði Sigurður. Sigurður reyndi að útskýra hvernig Grindvíkingar hefðu hleypt Stjörnumönnum aftur inn í leikinn. „Við hættum að hlaupa tilbaka í vörn og þá fá þeir auðveldar körfur. Við töpum alltof mörgum boltum og þá komast þeir inn í leikinn," sagði Sigurður og tók undir með blaðamanni að það væri gott upp á framhaldið að vinna leikinn á þessum nótum fyrir framhaldið Teitur: Að fá framlagið ekki viðurkennt er ömurlegt„Að fá framlagið sem við lögðum í þetta ekki viðurkennt er vægast sagt svekkjandi," sagði Teitur Örlygsson um endurkomu sinna manna og ákvarðanatökur dómara á lokasekúndunum. Teitur lét þó ekki í ljós skoðun sína á dómunum í restina. „Ég veit það ekki. Mér skilst á mönnum í sjónvarpinu og öðrum að svo hafi verið en ég veit það ekki. Það gerir þetta samt ennþá meira svekkjandi," sagði Teitur. Svo virtist sem slokknaði á Stjörnumönnum eftir að Ólafur Ólafsson meiddist illa á ökkla undir lok fyrsta fjórðungs. Teitur sagðist þó hafa fundist sínir menn dofnir fram að þeim punkti en óskaði Ólafi alls hins besta. „Það er ömurlegt þegar svona slys gerast og við óskum honum auðvitað góðs bata," Enn einn leikinn vantaði framlag frá lykilmönnum Stjörnuliðsins, þeim Marvin Valdimarssyni og Jovan Zdravevski. „Það koma svona dagar þar sem menn hitta illa og aðrir þar sem þeir hitta vel. Þannig er þetta bara," sagði Teitur sársvekktur með úrslitin. Justin Shouse: Mér fannst ég fá högg aftan á mig„Þetta er úrslitakeppnin í körfunni. Stundum færðu svona villur og stundum ekki. Þetta hefði verið villa fyrr í leiknum en það var svo sem leyfð harka á báðum endum í kvöld," sagði Justin Shouse leikstjórnandi Stjörnunnar. Shouse keyrði inn að körfunni í lokasókn heimamanna en náði ekki skoti aðþrengdur. Töldu heimamenn um augljósa villu að ræða. „Mér fannst ég fá högg aftan á mig sem gerði það að verkum að það vantaði kraft í skotið. Nú hef ég allt sumarið til að hugsa um hvort ég hefði átt að keyra inn eða finna lausan mann fyrir utan," sagði Shouse. Stjarnan náði að snúa töpuðum leik sér í vil og endurkoma þeirra mögnuð. „Renato Lindmets átti stóran þátt í því. Hann var stórkostlegur í seinni hálfleik og gaf okkur frábæran möguleika á endurkomu og sigri. Þetta hefur verið vandamál í allan vetur að spila ekki vel í fjörutíu mínútur. Þannig nærðu forystu á kaflanum þegar þú skorar 8-10 stig í röð í stað þess að minnka muninn," sagði Shouse sem grætur frammistöðu liðsins á heimavelli gegn Grindavík. „Það vantaði stöðugleika í lið okkar. Þegar við vildum spila góða vörn þá vorum við eitt besta lið deildarinnar. Það vantaði nokkrum sinnum í vetur og svo klárlega í leikjunum hér í Garðabæ í úrslitakeppninni," sagði Shouse sem hrósaði andstæðingunum úr Grindavík. „Það má samt ekki gleyma því að Grindavík er frábært lið sem spilar af hörku. Liðið hefur mikla breidd og skipta spilmínútunum vel á milli manna. Þeir eru sterkir varnarlega sem sóknarlega og það verður spennandi að fylgjast með baráttu þeirra gegn Þórsurum. Því miður fáum við ekki tækifæri til að berjast við þá," sagði Justin Shouse svekktur með að vera kominn í sumarfrí. Textalýsing blaðamanns á vellinumLeik lokið. Stjarnan náði ekki skotinu og Grindavík er komin í úrslit.40. mín. Staðan er 77-79 fyrir Grindavík. Shouse keyrði inn að körfunni en náði ekki skotinu. Var aðþrengdur en vildi fá villu. Stjarnan á innkast þegar hálf sekúnda er eftir á klukkunni.40. mín. Staðan er 77-79 fyrir Grindavík. Grindvíkingar klikkuðu skoti og Fannar hirti frákastið. Á einhvern óskiljanlegan hátt náði Þorleifur boltanum af honum og Sigurður Þorsteinsson skoraði. Stjörnumenn brjálaðir og töldu greinilega að hann hefði brotið á Fannari. Sjö sekúndur eftir.40. mín. Staðan er 77-77. Lindmets setur annað vítaskotið ofan í.40. mín. Staðan er 76-77. Shouse með tvö stig en hver annar en Páll Axel Vilbergsson setur þrist í andlitið. 28 sekúndur eftir.39. mín. Staðan er 74-74. Ævintýraleg karfa hjá Sigga Þorsteins en vítið fer ekki sína leið. Ein og hálf eftir Þvílík spenna.38. mín. Staðan er 74-72. Hvað er að gerast!!! Lindmets setur sniðskot ofan í og brotið á honum. Vítið fer ekki ofan í en Cothran hirðir frákastið og skorar38. mín. Staðan er 70-72. Bæði ofan í hjá Stjörnunni sem er með boltann.38. mín. Staðan er 68-72. Bullock brýtur harkalega á Fannari Helgasyni. Óíþróttamannslegvilla dæmd og Stjarnan komin í bullandi séns. Ekki viljaverk hjá Bullock held ég en þetta leit illa út.37. mín. Staðan er 68-72. Þristur frá ... Jovan. Teitur var að skipta honum inn á. Veit greinilega hvað hann á inni frá honum. Grindavík tapar boltanum en Justin með misheppnaða sendingu fram völlinn á Cothran. Grindavík með boltann. Tæpar þrjár eftir.36. mín. Staðan er 65-72. Bullock með tvö stig fyrir Grindavík en Cothran svarar á hinum endanum. Bullock fylgir eftir misheppnuðu skoti strax á eftir og blakar boltanum ofan í. Risakarfa, hrikalega vel gert hjá Kananum hárprúða.34. mín. Staðan er 63-68. Þvílík karfa hjá Marvin. Stjörnumenn virtust vera búnir að tapa boltanum en Lindmets náði að henda honum á Marvin sem kom honum ofan í og setur vítið að auki niður. Bullock aðeins skorað þrjú stig í seinni hálfleik. Spennandi lokamínútur framundan.31. mín. Staðan er 61-68. Teitur ósáttur við sína menn í vörninni. Tvö sóknarfráköst í röð hjá Grindavík og sókninni lýkur með afar skrautlegum þristi frá Þorleifi. Hann fagnar og „trash-talkar" en á meðan veður Cothran upp völlinn og treður með tilþrifum.3. leikhluta lokið. Staðan er 57-65. Munurinn átta stig fyrir lokafjórðunginn og allt galopið. Pettinella atkvæðamikill í teignum seint í hálfleiknum, tróð og fékk auðvelt sniðskot. Þegar það var loksins brotið á honum setti hann hvorugt vítaskotið ofan í. Hrikalegur skotstíll.29. mín. Staðan er 57-63. Bullock stígur útaf og Lindmets setur körfu og vítaskot ofan í. Minnsti munurinn síðan í upphafi annars leikhluta.28. mín. Staðan er 54-63. Pettinella með troðslu og tvö stig til viðbótar í næstu sókn. Teitur ekki sáttur við vörnina hjá heimamönnum. Jovan tapar boltanum. Ekki hans kvöld.28. mín. Staðan er 51-59. Heimamenn heldur betur að sækja í sig veðrið. Grindavík að taka erfið skot og gengur illa í sókninni. Lindmets hirti nú sóknarfrákast, setti skotið ofan í og fékk villu að auki. Helgi Jónas tekur leikhlé.26. mín. Staðan er 47-59. Shouse með þriggja stiga körfu. Hefur skorað úr einni af fimm. Hinar 10 tilraunir heimamanna ekki ratað ofan í. Lindmets bætir við tveimur. Munurinn tólf stig. Heimamenn vel studdir.25. mín. Staðan er 42-57. Bullock með tvö stig og vítaskot. Munurinn aftur 15 stig og á hinum endanum klikkar Jovan á sínu sjötta skoti af sex í leiknum. Reynir svo þriggja stiga skot aftur í næstu sókn og ... hittir ekki. Ískalt hjá Jovan í kvöld.25. mín. Staðan er 42-54. Fjögur í röð hjá heimamönnum. Bæði í boði Cothran sem er að láta til sín taka. Kominn með 15 stig.22. mín. Staðan er 38-54. Siggi Þorsteins með tvö stig auk þess að setja vítið ofan í. Þorleifur setur svo þrist. Sextán stiga munur.21. mín. Staðan er 38-48. Marvin með fyrstu körfuna og hinum megin loftbolti hjá Bullock undir pressu frá Fannari sem ætlar að halda aftur af honum. Byrjar vel.Umræða í hálfleik Liðin komin inn á völlinn í upphitun fyrir seinni. Tvær mínútur í baráttuna. Stjörnumenn þurfa að vera grimmari í vörninni og setja Bullock í erfiðari skot. Munurinn á liðunum liggur fyrst og fremst í skotnýtingunni fyrir utan þriggja. Annars er jafnt á flestum tölum í fráköstum, töpuðum boltum og Stjarnan er að skjóta örlítið betur fyrir innan þriggja. Vonandi fáum við spennnu í seinni hálfleik. Stjarnan byrjar.Hálfleikur. Staðan er 36-48 fyrir Grindavík. Munurinn 12 stig og skilaboð stuðningsmanna Stjörnunnar þegar liðin ganga til búningsklefa eru „rífa sig í gang". Eftir nokkuð jafnar upphafsmínútur gengu Grindvíkingar á lagið eftir að Ólafur fór meiddur af velli. Meiðslin voru ófögur sjón svo ekki sé meira sagt og alls ekki útilokað að það að verða vitni að svoleiðis hafi áhrif á hausinn. Jovan, sem mögulega var valdur að meiðslunum, hefur til að mynda ekki skorað er -5 í framlagi. Ég sá Marvin grípa um höfuð sér þegar hann sá Ólaf liggjandi og hann er með tvö stig. Tvær helstu skyttur liðsins en Stjarnan á eftir að skora þrist. Níu misheppnaðar tilraunir á ferilskránni eftir fyrri hálfleikinn. Justin Shouse hefur verið sá eini með lífsmarki í sókninni en Cothran fær líka klapp á bakið fyrir varnarleikinn gegn Watson. Grindvíkingar, með Bullock í fararbroddi hafa hins vegar gengið á lagið og hreinlega náð að nýta atvikið sem innspýtingu í spilamennsku sína. Cothran hefur að vísu lokað vel á Watson en það hefur ekki skipt máli því Bullock hefur verið óstöðvandi. Hann er fyrst og fremst munurinn á liðunum hér í kvöld.19. mín. Staðan er 32-46. Stjarnan ræður ekkert við J'Nathan Bullock. Fimm stig í röð hjá kappanum sem er kominn í 21 sig og 6 fráköst. Jovan ekki skorað og Marvin kominn með tvö stig hjá Stjörnunni. Þessir tveir þurfa að vakna. Annars er leikurinn búinn.16. mín. Staðan er 29-39. Gestirnir halda áfram að auka forskotið. Tíu stig er mesti munurinn hingað til.13. mín. Staðan er 25-30. Sigurður Þorsteinsson var að troða með tilþrifum. Tölfræðin var að detta í hús. Grindavík með 40 framlagsstig í fyrsta leikhluta. Bullock með 13 stig en Shouse er kominn í 14 hjá Stjörnunni.12. mín. Staðan er 23-28. Cothran með tvö stig og svo stela heimamenn boltanum. Í stöðunni 3 gegn 1 en dæmd villa á Jóhann Árna. Þarna átti klárlega að beita hagnaðinum.11. mín. Staðan er 21-28 fyrir Grindavík. Ásetningsvilla á Pettinella en Marvin setur hvorugt skotið ofan í. Justin Shouse setur tvö stig, kallinn stígur alltaf á línuna.1. leikhluta lokið Grindavík leiðir 17-26: Ég ætla að fullyrða það að þessi meiðsli Ólafs hafi kveikt í gestunum sem voru svakalega grimmir þessar tvær mínútur sem lifðu af fjórðungnum. Alveg á hreinu hverjum sigurinn í kvöld verður tileinkaður takist Grindvíkingum að leggja Stjörnuna. Það er samt langt í land en Stjarnan þarf að taka til í vörninni til að eiga séns.9. mín. Staðan er 15-21 fyrir Grindavík: Ólafur yfirgaf Ásgarð með því að kveikja í stuðningsmönnum Grindvíkinga. Bullock setti tvö stig í kjölfarið. Þetta gæti kveikt allsvakalega í gestunum.9. mín. Guð minn góður. Ólafur Ólafsson fékk hér Jovan Sdravevski ofan á ökklann á sér og það er klárt mál að hann er brotinn. Hann liggur á vellinum og er sárkvalinn. Það verður gert hlé á leiknum á meðan hugað er að Ólafi. Vonum það besta en það er ljóst að það er langt í að Ólafur spilar körfubolta aftur.8. mín. Staðan er 15-17 fyrir Grindavík: Justin Shouse setti niður þrist sem hefði komið heimamönnum yfir í fyrsta skipti í leiknum en dæmt sóknarbrot á Zdravevski. Svekkjandi.7. mín. Staðan er 13-15 fyrir Grindavík: Heimamenn ranka við sér og munurinn orðinn tvö stig. Watson klikkaði úr auðveldu sniðskoti, Shouse brunaði upp og skoraði. Troðfullt í Ásgarði og mikil stemmning. Samt engin Þorlákshafnar stemmning.5. mín. Staðan er 7-13 fyrir Grindavík: Gestirnir byrja miklu betur og Þorleifur var að setja þrist spjaldið ofan í. Stal svo boltanum og reyndi aftur. Þá var skotið skelfilegt og aldrei nálægt því að fara ofan í.3. mín. Staðan er 3-6 fyrir Grindavík. Jóhann Árni og Bullock hvor með sinn þristinn. Keith Cothran setur vítaskot ofan í og minnkar muninn.1. mín. Staðan er 2-0 fyrir Stjörnuna: Lindmets hefur betur gegn Sigga Þorsteins í uppkastinu en heimamenn tapa boltanum. Á hinum endanum hittir Watson ekki úr þriggja stiga skoti. Lindmets og Bullock klikka líka auðveldum skotum. Þá setur Justin Shouse loksins boltann í körfuna.Fyrir leik Leikmannakynningum lokið og þrjár mínútur í ballið.Byrjunarlið Stjörnunnar Marvin Valdimarsson Keith Cothran Renato Lindmets Justin Shouse Guðjón LárussonByrjunarlið Grindavíkur Giordan Watson J'Nathan Bullock Jóhann Árni Ólafsson Þorleifur Ólafsson Sigurður G. ÞorsteinssonFyrir leik Helstu skyttur Grindvíkinga, Jovan Zdravevski og hinn Twitter-sjúki Marvin Valdimarsson, áttu afar erfitt uppdráttar í fyrstu tveimur leikjunum en duttu í gírinn í síðasta leik.Fyrir leik Varnarleikur Stjörnumanna hefur batnað með hverjum leiknum gegn Grindavík. Munar þar miklu um baráttuna um fráköstin sem Garðbæingar unnu loksins í síðasta leik.Fyrir leik Fannar Helgason er kominn aftur í lið Stjörnunnar eftir að hafa tekið út tveggja leikja bann. Góðar fréttir fyrir heimamenn.Fyrir leik Hálftími í leik og stúkan orðin hálffull. Trúi ekki öðru en að það verði pakkað hér í kvöld. Sigurliðið í einvíginu mætir spútnikliði ársins, Þór frá Þorlákshöfn, í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. Eftir að hafa tryggt sér 3. sæti í deildarkeppninni sló liðið Íslandsmeistara ársins 2010 út í 8-liða úrslitum og nú síðast Íslands- og bikarmeistarara KR í undanúrslitum.Fyrir leik Grindavík vann nokkuð sannfærandi sigur í fyrsta leik liðanna í Röstinni þrátt fyrir að Stjarnan hafi aldrei verið langt undan. Annar leikur liðanna hér í Garðabænum var sá jafnasti í rimmunni en gestirnir mörðu sigur. Nú síðast í Grindavík voru gestirnir úr Garðabænum miklu ákveðnari og unnu sannfærandi sigur.Fyrir leik Gott kvöld kæru Vísislesendur og velkomnir með mér í Ásgarð. Framundan væntanlega æsispennandi leikur. Að minnsta kosti verður hart barist, það er klárt mál. Grindvíkingar leiða í undanúrslitaeinvíginu gegn Stjörnunni 2-1 og geta tryggt sig í úrslit með sigri í kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum