Viðskipti erlent

Goldman Sachs selur hlut í ICBC

Llyod Blankfein,stjórnarformaður og forstjóri Goldmans Sachs, stýrir bankanum með harðri hendi.
Llyod Blankfein,stjórnarformaður og forstjóri Goldmans Sachs, stýrir bankanum með harðri hendi.
Bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs hefur selt hlut sinn í kínverska bankanum ICBC fyrir um 2,3 milljarða dollara, eða sem nemur 294 milljörðum króna.

Temasek Holdings, félag í Singapore, keypti hlut Goldman Sachs í bankanum.

Þetta hefur vakið upp spurningar í bandarískum fjölmiðlum í dag, um hvort kínverska hagkerfið sé á barmi samdráttarskeiðs.

Breska ríkisútvarpið BBC hefur þó eftir Justin Harper, sérfræðingi hjá IG Markets, að bankageirinn í Kína sé um margt áhugaverður, ekki síst fyrir þær sakir að hagvöxtur í Kína sé mikill og hann sé ekki síst drifinn áfram vegna lánveitinga frá bönkum. Þar er kínverska ríkið langsamlega stærsti hluthafinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×