Viðskipti erlent

Framúrskarandi ársfjórðungur hjá Amazon

Jeff Bezos, stofnandi og framkvæmdastjóri Amazon.
Jeff Bezos, stofnandi og framkvæmdastjóri Amazon.
Tekjur vefverslunarrisans Amazon á fyrsta ársfjórðungi 2012 jukust um 34% miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þannig námu tekjur fyrirtækisins 130 milljónum dollara eða rúmlega 16 milljörðum íslenskra króna.

Afkoma fyrirtækisins fór fram úr björtustu vonum og hækkaði verð á hlutabréfum Amazon um 15% eftir að ársfjórðungstölurnar voru birtar fyrr í dag.

Amazon hefur staðið í stórræðum á síðustu misserum. Þá opinberaði fyrirtækið nýjustu spjaldtölvu sína, Kindle Fire, í nóvember á síðasta ári.

Sérfræðingar óttuðust að aukin áhersla á vöruþróun myndi koma niður á afkomu fyrirtækisins en svo virðist ekki vera.

Vinsældir Kindle Fire hafa aukist jafnt og þétt frá því að hún var kynnt á síðasta ári. Samkvæmt nýlegri rannsókn er Kindle Fire vinsælasta Android-spjaldtölvan og er með 54.5% hlutdeild á markaðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×