Viðskipti erlent

Kínverjar vilja hraða námuvinnslu sinni á Grænlandi

Fjölmenn kínversk sendinefnd með auðlindaráðherra landsins í broddi fylkingar er nú stödd á Grænlandi. Þar ræða Kínverjarnir við grænlenska ráðamenn um starfsemi kínverskra námufyrirtækja í landinu en þeir vilja hraða framkvæmdum við ýmis námuverkefni.

Fimm kínversk námufyrirtæki hafa sótt um vinnsluleyfi á Grænlandi en þar ætla þau m.a. að vinna járn, gull, blý, kopar og sjaldgæfa jarðmálma.

Ekki eru allir Grænlendingar hrifnir af Kínverjunum og þannig hefur dregist verulega að eitt af námufyrirtækjunum hefjist handa við stærstu járnnámu sem fundist hefur á Grænlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×