Atli telur að rétt hafi verið að ákæra Geir Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. apríl 2012 15:49 Atli Gíslason segir að niðurstaðan hafi ekki komið sér á óvart. Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, sem skrifaði ákæru gegn Geir H. Haarde, segir að niðurstaða Landsdóms í gær hafi ekki komið sér á óvart. Af sex upphaflegum ákæruliðum var Geir dæmdur fyrir einn. Það var brot á stjórnarskránni, fyrir að hafa látið fyrir farast að halda ríkisstjórnarfundi um mikilvæg mál. „Ég get ekki sagt að þetta hafi komið flatt upp á mig. Ég var farinn að vænta þessa," segir Atli í samtali við Vísi. Aðspurður hvort hann hafi talið rétt að fara í þessa vegferð í ljósi niðurstöðunnar bendir Atli á að það hafi vissulega verið sakfellt í einum ákærulið og það sé hlutverk ákæruvalds, í þetta skiptið Alþingis, að kanna hvort það sem fram væri komið væri nægilegt og líklegt til sakfellis. „Það fellst ekki í því dómur," segir Atli. Hann bendir jafnframt á að í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að þrír ráðherrar hefðu sýnt vanrækslu „Við byggðum á því og leituðum ráðgjafar margra sérfræðinga og komumst að þessari niðurstöðu," segir Atli. Atli bendir á að þeirri niðurstöðu þingmannanefndarinnar sem hann stýrði, að ákæra Geir, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson hafi verið spillt í meðferð Alþingis á tillögunni. „Það er reyndar að hluta til staðfest í landsdómi, sérstaklega í kaflanum um Icesavereikningana. Þar er Geir Haarde ekki talinn bera ábyrgð á athafnaleysi þáverandi bankamálaráðherra," segir Atli, en það var Björgvin G. Sigurðsson sem bar ábyrgð á bankamálum í ríkisstjórn Geirs. Atli segir að það hafi komið sér á óvart, í niðurstöðu dómsins í kaflanum um stærð bankakerfisins, að dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að Geir hafi vitað um hættuna, hefði átt að gera eitthvað, en ekki talið sannað hvað hann ætti að hafa gert. Því væri hann sýknaður. „Ég skil þá niðurstöðu samt sem áður út frá þeirri meginreglu að vafa á að túlka ákærða í hag," segir Atli. Hann bendir jafnframt á að sönnunarfærsla í málinu hafi farið fram í landsdómi en ekki í þingmannanefndinni. Þingmannanefndin hafi ekki haft heimild til þess að taka skýrslu af sakborningi. Atli segir að nauðsynlegt sé að breyta lögum um Landsdóm og skoða þau frá grunni. „Það er mjög erfitt að setja ákæruvaldið inn í þingið í svo fámennu landi," segir Atli. Hann segir að samkvæmt tillögum þingmannanefndarinnar, sem samþykkt hafi verið samhljóða á Alþingi, eigi að vera búið að gera breytingar í þessa veru fyrir 1. október 2012. Loks segir Atli Gíslason, vegna ummæla Geirs Haarde, að Steingrímur J. Sigfússon hafi ekki haft nein áhrif á sig í Landsdómsmálinu. „Ég tel mig hafa unnið að þessu máli allan tímann á lögfræðilegan hátt út frá bakgrunni minum sem lögfræðingur," segir Atli. Landsdómur Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, sem skrifaði ákæru gegn Geir H. Haarde, segir að niðurstaða Landsdóms í gær hafi ekki komið sér á óvart. Af sex upphaflegum ákæruliðum var Geir dæmdur fyrir einn. Það var brot á stjórnarskránni, fyrir að hafa látið fyrir farast að halda ríkisstjórnarfundi um mikilvæg mál. „Ég get ekki sagt að þetta hafi komið flatt upp á mig. Ég var farinn að vænta þessa," segir Atli í samtali við Vísi. Aðspurður hvort hann hafi talið rétt að fara í þessa vegferð í ljósi niðurstöðunnar bendir Atli á að það hafi vissulega verið sakfellt í einum ákærulið og það sé hlutverk ákæruvalds, í þetta skiptið Alþingis, að kanna hvort það sem fram væri komið væri nægilegt og líklegt til sakfellis. „Það fellst ekki í því dómur," segir Atli. Hann bendir jafnframt á að í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að þrír ráðherrar hefðu sýnt vanrækslu „Við byggðum á því og leituðum ráðgjafar margra sérfræðinga og komumst að þessari niðurstöðu," segir Atli. Atli bendir á að þeirri niðurstöðu þingmannanefndarinnar sem hann stýrði, að ákæra Geir, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson hafi verið spillt í meðferð Alþingis á tillögunni. „Það er reyndar að hluta til staðfest í landsdómi, sérstaklega í kaflanum um Icesavereikningana. Þar er Geir Haarde ekki talinn bera ábyrgð á athafnaleysi þáverandi bankamálaráðherra," segir Atli, en það var Björgvin G. Sigurðsson sem bar ábyrgð á bankamálum í ríkisstjórn Geirs. Atli segir að það hafi komið sér á óvart, í niðurstöðu dómsins í kaflanum um stærð bankakerfisins, að dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að Geir hafi vitað um hættuna, hefði átt að gera eitthvað, en ekki talið sannað hvað hann ætti að hafa gert. Því væri hann sýknaður. „Ég skil þá niðurstöðu samt sem áður út frá þeirri meginreglu að vafa á að túlka ákærða í hag," segir Atli. Hann bendir jafnframt á að sönnunarfærsla í málinu hafi farið fram í landsdómi en ekki í þingmannanefndinni. Þingmannanefndin hafi ekki haft heimild til þess að taka skýrslu af sakborningi. Atli segir að nauðsynlegt sé að breyta lögum um Landsdóm og skoða þau frá grunni. „Það er mjög erfitt að setja ákæruvaldið inn í þingið í svo fámennu landi," segir Atli. Hann segir að samkvæmt tillögum þingmannanefndarinnar, sem samþykkt hafi verið samhljóða á Alþingi, eigi að vera búið að gera breytingar í þessa veru fyrir 1. október 2012. Loks segir Atli Gíslason, vegna ummæla Geirs Haarde, að Steingrímur J. Sigfússon hafi ekki haft nein áhrif á sig í Landsdómsmálinu. „Ég tel mig hafa unnið að þessu máli allan tímann á lögfræðilegan hátt út frá bakgrunni minum sem lögfræðingur," segir Atli.
Landsdómur Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira