Sakfelling kom ekki á óvart Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. apríl 2012 10:58 Andri Árnason undirbýr málflutning sinn fyrir Landsdómi. mynd/ gva. Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, segir að hann hafi alltaf gert ráð fyrir að það gæti myndast meirihluti í Landsdómi sem ekki myndi vilja sýkna alveg í málinu. Geir var í gær sakfelldur fyrir brot gegn 17. grein stjórnarskrárinnar um að hafa látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Geir var sýknaður í þremur liðum ákærunnar en tveimur liðum hennar hafði verið vísað frá dómi áður en aðalmeðferð hófst. Andri segir að það hafi verið fyrirsjáanlegt að það yrði sýknað í liðum 1.3 - 1.5, en þeir liðir sneru að samráðshópi um fjármálastöðugleika, stærð bankakerfisins og Icesave reikningana. Sakfellt var í ákærulið 2, en Andri segist efast um að menn hefðu ákært fyrir það eitt og sér. „Ég dreg það mjög í efa að menn hefðu lagt af stað með það mál," segir Andri og bætir við að þessi skylda til að halda ráðherrafundi sé ekki byggð á traustum lagagrundvelli. Þá segir hann jafnframt að þessi niðurstaða brjóti gegn því grunnsjónarmiði stjórnskipunarinnar að hver ráðherra beri algjörlega ábyrgð á sínum verkefnum. „Ríkisstjórnarfundir eiga ekki að hafa sérstakt lögfræðilegt vægi þótt þeir séu mikilvægir í pólitískum tilgangi," segir Andri. Landsdómur geri, nokkuð óvænt, mjög mikið úr vægi ríkisstjórnarfunda.Ekki hægt að gera áætlun um viðbrögð við bankahruni Andri segir að óljóst sé af lögskýringargögnum hvaða skylda felist í 17. gr. stjórnarskrárinnar um ráðherrafundi. A.m.k. sé ljóst að formbrot eitt og sér hefði tæplega getað leitt til áfellis. „Þess vegna fer meirihlutinn líklega í þann snúning að segja að þetta sé ekki bara formbrot heldur hafi haft efnislega þýðingu," segir Andri. Þar með lendi Landsdómur í því að þurfa að kveða á um í dómnum að það hefði átt að marka pólitíska stefnu innan ríkisstjórnarinnar um það hvernig ætti að bregðast við bankahruni fyrirfram. Vandinn er hins vegar sá að áföll á fjármálamarkaði eru svo sérstök að það er ekki hægt að kortleggja þau með þeim hætti. Þetta eigi við bæði á Íslandi og annarsstaðar í heiminum. Enda standi ekkert í dómnum um það út á hvað hin pólitíska stefna hefði átt að ganga. „Fyrir utanaðkomandi aðila kann það að hljóma eins og vanræksla að gera ekki bara áætlun um hvernig bregðast skuli við bankahruni, og leysa vandamálið þannig, en þetta er því miður ekki svo einfalt. Þú verður eiginlega bara að bíða og mæta vandamálinu þegar það kemur," segir Andri og bætir því við að þetta hafi menn upplifað um allan heim.Óljóst hvort það þjóni tilgangi að leita til Mannréttindadómstólsins Andri segir of snemmt að velta því fyrir sér hvort málið gegn Geir fari alla leið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Margt í undirbúningi málsins og málsmeðferðinni hafi verið óvenjulegt og gagnrýnivert. Það er hins vegar spurning hvaða þýðingu það myndi hafa að vísa málinu þangað. Það verði að skoða nánar", segir Andri, sem bætir því við að þetta sé væntanlega og vonandi fyrsta og eina málið sem fer fyrir Landsdóm. Landsdómur Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, segir að hann hafi alltaf gert ráð fyrir að það gæti myndast meirihluti í Landsdómi sem ekki myndi vilja sýkna alveg í málinu. Geir var í gær sakfelldur fyrir brot gegn 17. grein stjórnarskrárinnar um að hafa látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Geir var sýknaður í þremur liðum ákærunnar en tveimur liðum hennar hafði verið vísað frá dómi áður en aðalmeðferð hófst. Andri segir að það hafi verið fyrirsjáanlegt að það yrði sýknað í liðum 1.3 - 1.5, en þeir liðir sneru að samráðshópi um fjármálastöðugleika, stærð bankakerfisins og Icesave reikningana. Sakfellt var í ákærulið 2, en Andri segist efast um að menn hefðu ákært fyrir það eitt og sér. „Ég dreg það mjög í efa að menn hefðu lagt af stað með það mál," segir Andri og bætir við að þessi skylda til að halda ráðherrafundi sé ekki byggð á traustum lagagrundvelli. Þá segir hann jafnframt að þessi niðurstaða brjóti gegn því grunnsjónarmiði stjórnskipunarinnar að hver ráðherra beri algjörlega ábyrgð á sínum verkefnum. „Ríkisstjórnarfundir eiga ekki að hafa sérstakt lögfræðilegt vægi þótt þeir séu mikilvægir í pólitískum tilgangi," segir Andri. Landsdómur geri, nokkuð óvænt, mjög mikið úr vægi ríkisstjórnarfunda.Ekki hægt að gera áætlun um viðbrögð við bankahruni Andri segir að óljóst sé af lögskýringargögnum hvaða skylda felist í 17. gr. stjórnarskrárinnar um ráðherrafundi. A.m.k. sé ljóst að formbrot eitt og sér hefði tæplega getað leitt til áfellis. „Þess vegna fer meirihlutinn líklega í þann snúning að segja að þetta sé ekki bara formbrot heldur hafi haft efnislega þýðingu," segir Andri. Þar með lendi Landsdómur í því að þurfa að kveða á um í dómnum að það hefði átt að marka pólitíska stefnu innan ríkisstjórnarinnar um það hvernig ætti að bregðast við bankahruni fyrirfram. Vandinn er hins vegar sá að áföll á fjármálamarkaði eru svo sérstök að það er ekki hægt að kortleggja þau með þeim hætti. Þetta eigi við bæði á Íslandi og annarsstaðar í heiminum. Enda standi ekkert í dómnum um það út á hvað hin pólitíska stefna hefði átt að ganga. „Fyrir utanaðkomandi aðila kann það að hljóma eins og vanræksla að gera ekki bara áætlun um hvernig bregðast skuli við bankahruni, og leysa vandamálið þannig, en þetta er því miður ekki svo einfalt. Þú verður eiginlega bara að bíða og mæta vandamálinu þegar það kemur," segir Andri og bætir því við að þetta hafi menn upplifað um allan heim.Óljóst hvort það þjóni tilgangi að leita til Mannréttindadómstólsins Andri segir of snemmt að velta því fyrir sér hvort málið gegn Geir fari alla leið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Margt í undirbúningi málsins og málsmeðferðinni hafi verið óvenjulegt og gagnrýnivert. Það er hins vegar spurning hvaða þýðingu það myndi hafa að vísa málinu þangað. Það verði að skoða nánar", segir Andri, sem bætir því við að þetta sé væntanlega og vonandi fyrsta og eina málið sem fer fyrir Landsdóm.
Landsdómur Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira