Helgarmaturinn - Völundur Snær með grilluppskrift 20. apríl 2012 12:45 Völundur Snær sjónvarpskokkur deilir með Lífinu, aukablaði Fréttablaðsins í dag fyrstu grilluppskrift sumarsins. BBC Lifestyle sjónvarpsstöðin hefur nú hafið sýningar á þáttum sjónvarpskokksins, Delicious Iceland, og er hann þar með kominn í hóp með frægu fólki á borð við Nigellu Lawson, Jamie Oliver og Gordon Ramsey sem öll hafa verið með matreiðsluþætti fyrir sjónvarpstöðina. Snemma í sumar verða þættirnir svo sýndir á RÚV.Steikarsalat með ananas- og engiferdressingu Tvær 200 gramma nautasteikur eru lagðar í viskí- og púðursykurskryddlög í a.m.k. 1 klukkustund. Taktu steikurnar úr kryddleginum og skelltu á mjög heitt grill. Grillaðu að eigin ósk, í 2-3 mínútur á hvorri hlið til að fá kjötið meðalhrátt (medium-rare). Láttu steikurnar standa í um 10 mínútur áður en þú skerð þær svo kjötið haldi safanum og meyrni (ef þú skerð það of fljótt rennur allur safinn úr kjötinu og út á diskinn eða brettið). Skerðu steikurnar í rúmlega sentimetra þykkar sneiðar. Pískaðu saman dressinguna, en geymdu ananasbitana og steinseljuna þar til síðast og bættu því varlega saman við. Helltu dressingunni yfir salatið og settu skammt á hvern disk og steikarsneiðar yfir.Viskí- og púðurskykurskryddlögur1 tsk sítrónubörkur1 tsk appelsínubörkur2 hvítlauksgeirar, saxaðir og maukaðir, eða pressaðir80 ml búrbonviskí eða Jack Daniels¼ þéttfullur bolli af ljósum púðursykri120 ml Kikkoman sojasósa1 msk Bahncke Dijon-sinnep1 tsk af sterkri sósu að eigin vali Blandaðu öllu saman í grunnri skál og helltu yfir kjötið sem á að kryddleggja, láttu standa í a.m.k. klukkustund í ísskáp. Lengri kryddlögn gerir kjötið bragðmeira, sérstaklega ef sneiðarnar eru þykkar. Snúðu kjötinu af og til, eða settu í stóran, lokaðan plastpoka og snúðu öðru hvoru.Ananas- og engiferdressing1 msk Kikkoman sojasósa5 msk Sun Glory ananassafi½ tsk fínt rifin engiferrót½ tsk sesamolía, ljós eða dökk1 miðlungsstór hvítlauksgeiri, maukaður eða saxaður1 tsk Meli hunang1 msk Isio 4 canola- eða grænmetisolía2 msk ferskur límónusafi¼ tsk malaðar rauðar piparflögur1 msk söxuð fersk steinselja¼ bolli ferskur ananas í teningum Öllu blandað saman í skál.SalatSalatblanda að eigin vali1 avókadó (lárpera)1 ½ bolli af kirsuberjatómötum, skornir í fjórðunga1 fennika skorin í þunna strimla2-3 hreðkur í þunnum sneiðum1 fersk appelsína afhýdd og laufin skorin úr Öllu blandað saman í skál. Grillréttir Nautakjöt Salat Uppskriftir Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið
Völundur Snær sjónvarpskokkur deilir með Lífinu, aukablaði Fréttablaðsins í dag fyrstu grilluppskrift sumarsins. BBC Lifestyle sjónvarpsstöðin hefur nú hafið sýningar á þáttum sjónvarpskokksins, Delicious Iceland, og er hann þar með kominn í hóp með frægu fólki á borð við Nigellu Lawson, Jamie Oliver og Gordon Ramsey sem öll hafa verið með matreiðsluþætti fyrir sjónvarpstöðina. Snemma í sumar verða þættirnir svo sýndir á RÚV.Steikarsalat með ananas- og engiferdressingu Tvær 200 gramma nautasteikur eru lagðar í viskí- og púðursykurskryddlög í a.m.k. 1 klukkustund. Taktu steikurnar úr kryddleginum og skelltu á mjög heitt grill. Grillaðu að eigin ósk, í 2-3 mínútur á hvorri hlið til að fá kjötið meðalhrátt (medium-rare). Láttu steikurnar standa í um 10 mínútur áður en þú skerð þær svo kjötið haldi safanum og meyrni (ef þú skerð það of fljótt rennur allur safinn úr kjötinu og út á diskinn eða brettið). Skerðu steikurnar í rúmlega sentimetra þykkar sneiðar. Pískaðu saman dressinguna, en geymdu ananasbitana og steinseljuna þar til síðast og bættu því varlega saman við. Helltu dressingunni yfir salatið og settu skammt á hvern disk og steikarsneiðar yfir.Viskí- og púðurskykurskryddlögur1 tsk sítrónubörkur1 tsk appelsínubörkur2 hvítlauksgeirar, saxaðir og maukaðir, eða pressaðir80 ml búrbonviskí eða Jack Daniels¼ þéttfullur bolli af ljósum púðursykri120 ml Kikkoman sojasósa1 msk Bahncke Dijon-sinnep1 tsk af sterkri sósu að eigin vali Blandaðu öllu saman í grunnri skál og helltu yfir kjötið sem á að kryddleggja, láttu standa í a.m.k. klukkustund í ísskáp. Lengri kryddlögn gerir kjötið bragðmeira, sérstaklega ef sneiðarnar eru þykkar. Snúðu kjötinu af og til, eða settu í stóran, lokaðan plastpoka og snúðu öðru hvoru.Ananas- og engiferdressing1 msk Kikkoman sojasósa5 msk Sun Glory ananassafi½ tsk fínt rifin engiferrót½ tsk sesamolía, ljós eða dökk1 miðlungsstór hvítlauksgeiri, maukaður eða saxaður1 tsk Meli hunang1 msk Isio 4 canola- eða grænmetisolía2 msk ferskur límónusafi¼ tsk malaðar rauðar piparflögur1 msk söxuð fersk steinselja¼ bolli ferskur ananas í teningum Öllu blandað saman í skál.SalatSalatblanda að eigin vali1 avókadó (lárpera)1 ½ bolli af kirsuberjatómötum, skornir í fjórðunga1 fennika skorin í þunna strimla2-3 hreðkur í þunnum sneiðum1 fersk appelsína afhýdd og laufin skorin úr Öllu blandað saman í skál.
Grillréttir Nautakjöt Salat Uppskriftir Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið