Miami hélt í vonina um að ná efsta sæti Austurdeildar með góðum heimasigri á Chicago í nótt. LeBron James skoraði 27 stig fyrir Miami og Dwyane Wade 18.
Chicago, sem lék án Derrick Rose, hefði getað tryggt sér toppsætið í Austurdeildinni með sigri en er 1,5 leik á undan Miami eftir tapið í nótt.
Miami spilaði frábæra vörn og Bulls var aðeins með 35 prósent skotnýtingu. John Lucas skoraði 16 stig og var stigahæstur.
Phoenix batt síðan enda á fimm leikja sigurg0ngu Clippers og kom sér um leið í síðasta úrslitakeppnissætið í Vesturdeildinni.
Úrslit:
Indiana-Milwaukee 118-109
Detroit-Minnesota 80-91
Miami-Chicago 83-72
New Orleans-Houston 105-99
Phoenix-LA Clippers 93-90
Körfubolti