Handbolti

Guif komst ekki í úrslitaleikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Andrésson.
Kristján Andrésson.
Kristján Andrésson og lærisveinar hans í sænska liðinu Guif eru úr leik í úrslitakeppninni þar í landi eftir naumt tap fyrir Kristianstad í undanúrslitum, 34-33.

Þetta var oddaleikurinn í fimm leikja rimmu liðanna í undanúrslitum og fór fram á heimavelli Guif.

Guif náði þriggja marka forystu, 32-29, þegar skammt var til leiksloka en fór illa að ráði sínu á lokamínútunum.

Staðan var 33-30 þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Kristianstad skoraði síðustu fjögur mörk í röð á meðan að leikmenn Guif töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum.

Haukur Andrésson, bróðir þjálfarans, skoraði tvö mörk fyrir Guif í leiknum.

Kristianstad mætir Sävehof í úrslitaleik sænsku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×