Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. maí 2012 22:55 Sjávarfossinn, eða Fossinn eins og hann er oft kallaður, er í margra augum einkenni Elliðaánna. Borgarráð samþykkti í dag að laxveiðitímabilið í Elliðaánum verði lengt. Mikil umfram eftirspurn var eftir leyfum í ánum fyrir þetta sumar. Fengu því mun færri félagsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur leyfi í ánum en vildu. Vegna stöðunnar sem upp var komin óskaði SVFR í febrúar eftir því við Orkuveitu Reykjavíkur að tímabilið yrði lengt um tuttugu daga nú í sumar; um fimm daga framan við tímabilið sem á að hefjast 20. júní og um fimmtán daga aftan við tímabilið sem ella hefði endað í lok ágúst. Orkuveitan óskaði í framhaldinu eftir því við Reykjavíkurborg að heimild yrði gefin fyrir fjölgun daganna og samþykkti borgarráð erindið í dag. Ekki kemur fram í fundargerð borgarráðs í dag nákvæmlega hversu mörgum dögum var á endanum bætt við. Krafa er gerð um það að eingöngu sé veitt á flugu frá og með 1. september og að öllum laxi sem þá veiðist sé sleppt. Stangveiði Mest lesið 19 laxa dagur í Jöklu Veiði Mjög gott í Langá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Litlar breytingar á listanum í veiðiánum Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Veiðin ekki búin í Elliðavatni Veiði
Borgarráð samþykkti í dag að laxveiðitímabilið í Elliðaánum verði lengt. Mikil umfram eftirspurn var eftir leyfum í ánum fyrir þetta sumar. Fengu því mun færri félagsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur leyfi í ánum en vildu. Vegna stöðunnar sem upp var komin óskaði SVFR í febrúar eftir því við Orkuveitu Reykjavíkur að tímabilið yrði lengt um tuttugu daga nú í sumar; um fimm daga framan við tímabilið sem á að hefjast 20. júní og um fimmtán daga aftan við tímabilið sem ella hefði endað í lok ágúst. Orkuveitan óskaði í framhaldinu eftir því við Reykjavíkurborg að heimild yrði gefin fyrir fjölgun daganna og samþykkti borgarráð erindið í dag. Ekki kemur fram í fundargerð borgarráðs í dag nákvæmlega hversu mörgum dögum var á endanum bætt við. Krafa er gerð um það að eingöngu sé veitt á flugu frá og með 1. september og að öllum laxi sem þá veiðist sé sleppt.
Stangveiði Mest lesið 19 laxa dagur í Jöklu Veiði Mjög gott í Langá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Litlar breytingar á listanum í veiðiánum Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Veiðin ekki búin í Elliðavatni Veiði