Viðskipti erlent

Atvinnuleysið á evru-svæðinu hefur aldrei verið meira

Nýjar tölur um atvinnuleysi í Evrópu sýna að efnahagsbatinn í álfunni er síður en svo handan við hornið eins og sumir voru farnir að vona.

Atvinnuleysi á evrusvæðinu hækkaði í 10,9% í apríl og hefur aldrei verið meira í sögunni. Þetta þýðir að 17,4 milljónir manna ganga nú atvinnulausir á svæðinu.

Verst er ástandið á Spáni þar sem 24,1% atvinnuleysi ríkir og litlu betra er ástandið í Grikklandi þar sem 21,7% eru atvinulausir. Helmingur ungs fólks er atvinnulaus á Spáni og hið sama á við þriðjung ungs fólks á Ítalíu.

Best er staðan í Austurríki þar sem aðeins 4% atvinnuleysi mælist og Hollandi þar sem atvinnuleysið er 5%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×