Handbolti

Þórir pólskur meistari í handbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórir Ólafsson.
Þórir Ólafsson. Mynd/Vilhelm
Þórir Ólafsson og félagar í Vive Targi Kielce urðu nú áðan pólskir meistarar í handbolta eftir 27-25 sigur á Wisla Plock Ssa í þriðja leik lokaúrslitanna.

Þórir var markahæstur í liði Kielce með sex mörk en liðið vann úrslitaeinvígið 3-0, fyrstu tvo leikina á heimavelli og svo þriðja leikinn á útivelli í dag.

Þórir er því tvöfaldur meistari á sínu fyrsta ári með pólska liðinu en félagið missti af titlinum í fyrra eftir að hafa unnið hann 2009 og 2010. Bogdan Wenta er þjálfari Kielce-liðsins.

Þórir, sem er lykilmaður í íslenska landsliðinu, kom til Kielce síðasta haust eftir að hafa spilað með TuS Nettelstedt-Lübbecke í Þýskalandi í fimm tímabil þar á undan. Hann lék áður með Haukum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×