Jesper Nielsen: Ákvarðanir dómaranna engin tilviljun | Tel að Ólafur haldi áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Köln skrifar 26. maí 2012 18:56 „Handbolti er falleg íþrótt," sagði Jesper Nielsen, eigandi AG, eftir að hafa horft upp á sína menn tapa fyrir Atletico Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. „Maður fékk vissulega fyrir hjartað undir lokin en þetta var fallegur leikur og hafði allt það besta sem Meistaradeildin hefur upp á að bjóða." „Bæði lið stóðu sig vel og á endanum var lítið á milli liðanna." Dómarar leiksins, Króatarnir Matija Gubica og Boris Milosevic, höfðu mikil áhrif á gang leiksins síðustu mínúturnar og Nilsen vandaði þeim og EHF, Handknattleikssambandi Evrópu, ekki kveðjurnar. „Ég held að það sé áhorfenda að meta hvort að dómararnir voru ósanngjarnir í okkar garð. Ég held að 20 þúsund manns hafi látið skoðun sína greinilega í ljós á þeim atburðum sem höfðu úrslitaáhrif á leikinn." „Guðjón Valur var kominn einn í gegn en þá komu dómararnir með eitthvað nýtt í Meistaradeildina sem ég hef aldrei séð áður."Brottvísanirnar engin tilviljun „Dómararnir höfðu mikil áhrif á leikinn. Við fengum líka þrjár brottvísanir á okkur með mjög skömmu millibili. Það var nóg til að þeir gátu brúað bilið. Það kostar alltaf eitt mark að missa mann af velli þegar maður er að spila gegn bestu liðum heims." „Við fengum þessar þrjár brottvísanir á okkur á réttum tíma. Það er engin tilviljun - ég þekki handboltann vel." „En svona er þetta. Ég ætla að sinna mínu starfi næstu árin og snúa upp á nokkrar hendur í Handknattleikssambandi Evrópu, svo að AG muni einn daginn vinna Meistaradeildina."Vinnum á næsta ári „Markmið AG er alltaf að vinna. Við unnum ekki í dag og þess vegna náðum við ekki markmiði okkar. En þetta er nýtt félag og nýtt verkefni sem á eftir að lifa áfram í mörg ár til viðbótar. Við munum ekki vinna Meistaradeildina á hverju ári en við verðum alltaf með allt til loka." „Við munum því koma aftur til Kölnar á næsta ári og á næsta ári munum við vinna titilinn. Ég get ekki beðið eftir að nýtt tímabili hefjist enda erum við með alla þessa frábæru leikmenn." „Nú þurfum við að vinna Füchse Berlin á morgun og þá förum við mjög glaðir aftur heim til Danmerkur, reynslunni ríkari."Ólafur er snillingur Ólafur Stefánsson hefur ekki gefið það út að hann ætli að halda áfram á næsta ári en Jesper er vongóður um að hann geri það. „Ef ég gæti haldið Ólafi í tíu ár í viðbótar myndi ég gera það. Maðurinn er snillingur inni á vellinum. Ólafur fer alltaf sínar leiðir. En þetta lítur vel út og ég held að hann haldi áfram." „Kannski hvílir hann sig eftir Ólympíuleikana og tekur svo seinni hlutann af tímabilinu með okkur. Ég vona svo sannarlega að Ólafur verði áfram því hann á skilið að koma hingað aftur. Fólkið á líka skilið að sjá hann spila í Final Four á ný." Handbolti Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
„Handbolti er falleg íþrótt," sagði Jesper Nielsen, eigandi AG, eftir að hafa horft upp á sína menn tapa fyrir Atletico Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. „Maður fékk vissulega fyrir hjartað undir lokin en þetta var fallegur leikur og hafði allt það besta sem Meistaradeildin hefur upp á að bjóða." „Bæði lið stóðu sig vel og á endanum var lítið á milli liðanna." Dómarar leiksins, Króatarnir Matija Gubica og Boris Milosevic, höfðu mikil áhrif á gang leiksins síðustu mínúturnar og Nilsen vandaði þeim og EHF, Handknattleikssambandi Evrópu, ekki kveðjurnar. „Ég held að það sé áhorfenda að meta hvort að dómararnir voru ósanngjarnir í okkar garð. Ég held að 20 þúsund manns hafi látið skoðun sína greinilega í ljós á þeim atburðum sem höfðu úrslitaáhrif á leikinn." „Guðjón Valur var kominn einn í gegn en þá komu dómararnir með eitthvað nýtt í Meistaradeildina sem ég hef aldrei séð áður."Brottvísanirnar engin tilviljun „Dómararnir höfðu mikil áhrif á leikinn. Við fengum líka þrjár brottvísanir á okkur með mjög skömmu millibili. Það var nóg til að þeir gátu brúað bilið. Það kostar alltaf eitt mark að missa mann af velli þegar maður er að spila gegn bestu liðum heims." „Við fengum þessar þrjár brottvísanir á okkur á réttum tíma. Það er engin tilviljun - ég þekki handboltann vel." „En svona er þetta. Ég ætla að sinna mínu starfi næstu árin og snúa upp á nokkrar hendur í Handknattleikssambandi Evrópu, svo að AG muni einn daginn vinna Meistaradeildina."Vinnum á næsta ári „Markmið AG er alltaf að vinna. Við unnum ekki í dag og þess vegna náðum við ekki markmiði okkar. En þetta er nýtt félag og nýtt verkefni sem á eftir að lifa áfram í mörg ár til viðbótar. Við munum ekki vinna Meistaradeildina á hverju ári en við verðum alltaf með allt til loka." „Við munum því koma aftur til Kölnar á næsta ári og á næsta ári munum við vinna titilinn. Ég get ekki beðið eftir að nýtt tímabili hefjist enda erum við með alla þessa frábæru leikmenn." „Nú þurfum við að vinna Füchse Berlin á morgun og þá förum við mjög glaðir aftur heim til Danmerkur, reynslunni ríkari."Ólafur er snillingur Ólafur Stefánsson hefur ekki gefið það út að hann ætli að halda áfram á næsta ári en Jesper er vongóður um að hann geri það. „Ef ég gæti haldið Ólafi í tíu ár í viðbótar myndi ég gera það. Maðurinn er snillingur inni á vellinum. Ólafur fer alltaf sínar leiðir. En þetta lítur vel út og ég held að hann haldi áfram." „Kannski hvílir hann sig eftir Ólympíuleikana og tekur svo seinni hlutann af tímabilinu með okkur. Ég vona svo sannarlega að Ólafur verði áfram því hann á skilið að koma hingað aftur. Fólkið á líka skilið að sjá hann spila í Final Four á ný."
Handbolti Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira