Yfirlögregluþjónn kærir falsaða undirskrift á lista Ástþórs VG skrifar 25. maí 2012 13:26 Frá Akureyri. Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, hefur kært fölsun á undirskrift sinni á meðmælandalista Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda í Norðausturkjördæmi, til lögreglunnar. Hann sagði í viðtali við RÚV í hádeginu að hann hefði fengið að skoða umræddan listann, þar sem í ljós kom að einhver hefur skrifað nafn hans á listann án hans vitneskju. Fram kom á Vísi í gær að yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis hefði gert svokallaðar stikkprufur á lista Ástþórs. Hringt var að minnsta kost í tíu manns, enginn kannaðist við að hafa sett nafn sitt á listann til stuðnings framboði Ástþórs. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Ástþór að hann væri ekki með neinar sannanir í höndunum um að undirskriftirnar væru falsaðar. Hann benti meðal annars á þann möguleika að fólk svaraði ekki heiðarlega um skoðanir sínar þegar yfirvald hringdi í það og innti eftir því hvort það hefði skrifað sig á listann. Daníel segist í samtali við við RÚV gruna að fleiri nöfn séu fölsuð á listanum. „Ég vona að það fari fram opinber rannsókn á þessu. Ég vona að þetta sé bara bundið við einn einstakling en eftir því sem ég sá bara á þeim blöðum sem mitt nafn var á, taldi ég augljóst að það væru fleiri nöfn á þeim lista sem væru fölsuð líka," sagði Daníel í samtali við RÚV. Þegar Vísir hafði samband við Ástþór sagði hann að falsanir ættu ekki að líðast, „ef þessu er rétt lýst hjá Daníel, þá er mjög eðlilegt að það fari fram rannsókn. Svona á ekki að líðast," bætti Ástþór við. Ástþór hefur þegar skilað um 200 undirskriftum til viðbótar í Reykjavíkurkjördæmi og býst við að skila inn öllum gögnum fyrir miðnætti, en þá rennur framboðsfrestur til forsetakosninga út. Tengdar fréttir Segir eðlilegt að lögreglan rannsaki framboðslista Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur skilað hátt í 200 undirskriftum til viðbótar í Reykjavík eftir að yfirkjörstjórn gerði athugasemdir við lista sem hann sendi inn í kjördæmið. Í viðtali í gær við Pál Hlöðvesson, formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, kom fram að úttekt kjörstjórnar í kjördæminu hafi leitt í ljós að einstaklingar á lista Ástþórs könnuðust ekki við að hafa skrifað sig á listann. Það virðist einnig hafa átt við í Reykjavík. 25. maí 2012 12:28 Könnuðust ekki við að styðja Ástþór Stikkprufur sem yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi hefur framkvæmt hefur leitt í ljós að minnsta kosti tíu einstaklingar kannast ekki við að hafa skrifað nafn sitt á undirskriftarlista Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda. 24. maí 2012 15:36 Búinn að skila meðmælendalista „Við erum búin að skila meðmælendalistunum," segir Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi. Alls vantaði 126 undirskriftir á listann svo að hann yrði samþykktur af yfirkjörstjórnum Reykjavíkurkjördæma norðurs og suðurs. 24. maí 2012 21:28 Hannes og Ástþór fá frest fram á föstudag til að skila meðmælum Yfirkjörstjórnir Reykjavíkurkjördæma norður og suður hafa staðfest meðmælenda lista frambjóðenda til forsetakosninganna. 23. maí 2012 19:52 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, hefur kært fölsun á undirskrift sinni á meðmælandalista Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda í Norðausturkjördæmi, til lögreglunnar. Hann sagði í viðtali við RÚV í hádeginu að hann hefði fengið að skoða umræddan listann, þar sem í ljós kom að einhver hefur skrifað nafn hans á listann án hans vitneskju. Fram kom á Vísi í gær að yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis hefði gert svokallaðar stikkprufur á lista Ástþórs. Hringt var að minnsta kost í tíu manns, enginn kannaðist við að hafa sett nafn sitt á listann til stuðnings framboði Ástþórs. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Ástþór að hann væri ekki með neinar sannanir í höndunum um að undirskriftirnar væru falsaðar. Hann benti meðal annars á þann möguleika að fólk svaraði ekki heiðarlega um skoðanir sínar þegar yfirvald hringdi í það og innti eftir því hvort það hefði skrifað sig á listann. Daníel segist í samtali við við RÚV gruna að fleiri nöfn séu fölsuð á listanum. „Ég vona að það fari fram opinber rannsókn á þessu. Ég vona að þetta sé bara bundið við einn einstakling en eftir því sem ég sá bara á þeim blöðum sem mitt nafn var á, taldi ég augljóst að það væru fleiri nöfn á þeim lista sem væru fölsuð líka," sagði Daníel í samtali við RÚV. Þegar Vísir hafði samband við Ástþór sagði hann að falsanir ættu ekki að líðast, „ef þessu er rétt lýst hjá Daníel, þá er mjög eðlilegt að það fari fram rannsókn. Svona á ekki að líðast," bætti Ástþór við. Ástþór hefur þegar skilað um 200 undirskriftum til viðbótar í Reykjavíkurkjördæmi og býst við að skila inn öllum gögnum fyrir miðnætti, en þá rennur framboðsfrestur til forsetakosninga út.
Tengdar fréttir Segir eðlilegt að lögreglan rannsaki framboðslista Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur skilað hátt í 200 undirskriftum til viðbótar í Reykjavík eftir að yfirkjörstjórn gerði athugasemdir við lista sem hann sendi inn í kjördæmið. Í viðtali í gær við Pál Hlöðvesson, formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, kom fram að úttekt kjörstjórnar í kjördæminu hafi leitt í ljós að einstaklingar á lista Ástþórs könnuðust ekki við að hafa skrifað sig á listann. Það virðist einnig hafa átt við í Reykjavík. 25. maí 2012 12:28 Könnuðust ekki við að styðja Ástþór Stikkprufur sem yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi hefur framkvæmt hefur leitt í ljós að minnsta kosti tíu einstaklingar kannast ekki við að hafa skrifað nafn sitt á undirskriftarlista Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda. 24. maí 2012 15:36 Búinn að skila meðmælendalista „Við erum búin að skila meðmælendalistunum," segir Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi. Alls vantaði 126 undirskriftir á listann svo að hann yrði samþykktur af yfirkjörstjórnum Reykjavíkurkjördæma norðurs og suðurs. 24. maí 2012 21:28 Hannes og Ástþór fá frest fram á föstudag til að skila meðmælum Yfirkjörstjórnir Reykjavíkurkjördæma norður og suður hafa staðfest meðmælenda lista frambjóðenda til forsetakosninganna. 23. maí 2012 19:52 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Segir eðlilegt að lögreglan rannsaki framboðslista Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur skilað hátt í 200 undirskriftum til viðbótar í Reykjavík eftir að yfirkjörstjórn gerði athugasemdir við lista sem hann sendi inn í kjördæmið. Í viðtali í gær við Pál Hlöðvesson, formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, kom fram að úttekt kjörstjórnar í kjördæminu hafi leitt í ljós að einstaklingar á lista Ástþórs könnuðust ekki við að hafa skrifað sig á listann. Það virðist einnig hafa átt við í Reykjavík. 25. maí 2012 12:28
Könnuðust ekki við að styðja Ástþór Stikkprufur sem yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi hefur framkvæmt hefur leitt í ljós að minnsta kosti tíu einstaklingar kannast ekki við að hafa skrifað nafn sitt á undirskriftarlista Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda. 24. maí 2012 15:36
Búinn að skila meðmælendalista „Við erum búin að skila meðmælendalistunum," segir Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi. Alls vantaði 126 undirskriftir á listann svo að hann yrði samþykktur af yfirkjörstjórnum Reykjavíkurkjördæma norðurs og suðurs. 24. maí 2012 21:28
Hannes og Ástþór fá frest fram á föstudag til að skila meðmælum Yfirkjörstjórnir Reykjavíkurkjördæma norður og suður hafa staðfest meðmælenda lista frambjóðenda til forsetakosninganna. 23. maí 2012 19:52
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu