LeBron sjóðandi heitur og oddaleikur framundan í Miami Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júní 2012 08:43 Paul Pierce og félagar áttu ekkert í LeBron í nótt. Nordicphotos/Getty LeBron James bauð upp á eins manns sýningu í 98-79 sigri Miami Heat á Boston Celtics í Boston í sjötta leik liðanna í úrslitum austurdeildar NBA í nótt. LeBron skoraði 45 stig og liðsmenn Boston áttu engin svör. Boston var í kjörstöðu eftir sigur í fimmta leik liðanna í Miami. Sigur í gærkvöldi hefði komið liðinu í úrslitaeinvígið gegn Oklahoma City Thunder. Liðið var þó alltaf skrefinu á eftir Miami sem landaði nokkuð þægilegum sigri. „Hann var stórkostlegur og gaf tóninn fyrir lið þeirra. Hann setti niður fjölmörg erfið skot," sagði Doc Rivers þjálfari Boston-liðsins sem fannst hans menn ekki standa sig nógu vel í vörninni gegn LeBron. LeBron nýtti nítján af 26 skotum sínum en var líka með fimmtán fráköst og fimm stoðsendingar. Það eru bestu tölur sem hafa sést í úrslitakeppninni síðan að Wilt Chamerlain náði 50 stigum, fimmtán fráköstum og sex stoðsendingum í leik árið 1964. James hefur tvisvar áður upplifað það að detta úr leik í úrslitakeppninni í höllinni í Boston og var greinilegt að hann hafði engan áhuga á að gera það aftur. „Það var að duga eða drepast fyrir okkur og það er gott að sjá að við gátum náð okkar besta fram eftir tap á heimavelli í síðasta leik,“ sagði James eftir leikinn. Hjá Boston var leikstjórnandinn Rajon Rondo stigahæstur með 21 stig. Næstir komu Brandon Bass og Kevin Garnett með 12 stig. Vörn Miami var afar ákveðinn í kringum körfuna og þvinguðu liðsmenn Boston til að skjóta fyrir utan. Skyttur heimamanna voru hins vegar ískaldar og settu aðeins niður eitt af fjórtán skotum sínum. Sjöundi og síðasti leikur liðanna fer fram í Miami aðfaranótt sunnudags. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
LeBron James bauð upp á eins manns sýningu í 98-79 sigri Miami Heat á Boston Celtics í Boston í sjötta leik liðanna í úrslitum austurdeildar NBA í nótt. LeBron skoraði 45 stig og liðsmenn Boston áttu engin svör. Boston var í kjörstöðu eftir sigur í fimmta leik liðanna í Miami. Sigur í gærkvöldi hefði komið liðinu í úrslitaeinvígið gegn Oklahoma City Thunder. Liðið var þó alltaf skrefinu á eftir Miami sem landaði nokkuð þægilegum sigri. „Hann var stórkostlegur og gaf tóninn fyrir lið þeirra. Hann setti niður fjölmörg erfið skot," sagði Doc Rivers þjálfari Boston-liðsins sem fannst hans menn ekki standa sig nógu vel í vörninni gegn LeBron. LeBron nýtti nítján af 26 skotum sínum en var líka með fimmtán fráköst og fimm stoðsendingar. Það eru bestu tölur sem hafa sést í úrslitakeppninni síðan að Wilt Chamerlain náði 50 stigum, fimmtán fráköstum og sex stoðsendingum í leik árið 1964. James hefur tvisvar áður upplifað það að detta úr leik í úrslitakeppninni í höllinni í Boston og var greinilegt að hann hafði engan áhuga á að gera það aftur. „Það var að duga eða drepast fyrir okkur og það er gott að sjá að við gátum náð okkar besta fram eftir tap á heimavelli í síðasta leik,“ sagði James eftir leikinn. Hjá Boston var leikstjórnandinn Rajon Rondo stigahæstur með 21 stig. Næstir komu Brandon Bass og Kevin Garnett með 12 stig. Vörn Miami var afar ákveðinn í kringum körfuna og þvinguðu liðsmenn Boston til að skjóta fyrir utan. Skyttur heimamanna voru hins vegar ískaldar og settu aðeins niður eitt af fjórtán skotum sínum. Sjöundi og síðasti leikur liðanna fer fram í Miami aðfaranótt sunnudags. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira