Boston í kjörstöðu eftir sigur í Miami Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2012 09:13 Paul Pierce fagnar í Miami í nótt. Nordic Photos/Getty Boston Celtics vann dýrmætan 94-90 útisigur á Miami Heat í úrslitum austurdeildar NBA-körfuboltans í nótt. Boston leiðir í einvíginu 3-2 og þarf aðeins einn sigur til að tryggja sér sæti í úrslitum. Heimamenn í Miami byrjuðu betur og leiddu að loknum fyrsta fjórðungi 24-16. Þeir nutu liðsinnis Chris Bosh sem kom inn í liðið á nýjan leik eftir meiðsli. Gestirnir bættu í og tókst að minnka muninn niður í tvö stig fyrir lok hálfleiksins, 42-40. Miami, með LeBron James eins og svo oft áður í broddi fylkingar, bættu við forskot sitt í síðari hálfleiknum og náðu mest níu stiga forskoti. Reynslumiklir Boston-menn örvæntuðu þó ekki og minnkuðu á ný muninn. Munaði miklu um frammistöðu Rajon Rondo sem stýrði leik liðsins glæsilega og átti þrettán stoðsendingar. Stigahæst var tröllið Kevin Garnett með 26 stig og ellefu fráköst. Úrslitin réðust þegar Paul Pierce, með þrjátíu stiga manninn LeBron til varnar sér, skoraði þriggja stiga körfu þegar tæp mínúta lifði leiks. Staðan 90-86 og það var Kevin Garnett sem tryggði sigurinn af vítalínunni í lokin. Allir leikir einvígisins höfðu unnist af heimaliðinu þar til í nótt. Tapið er vafalítið mikið áfall fyrir Miami sem ætlaði sér stóra hluti en liðið tapaði í úrslitum deildarinnar í fyrra gegn Dallas Mavericks. „Það er slæmt að tapa á heimavelli en við breytum því ekki. Við verðum að skilja við þennan leik og setja alla okkar orku í að vera klárir í slaginn á fimmtudaginn," sagði Erik Spoelstra þjálfari Miami. Boston og Miami mætast í sjötta leik liðanna í Boston aðfaranótt föstudags. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport líkt og sjötti leikur Oklahoma City Thunder og San Antonio Spurs í úrslitum vesturdeildar í nótt. NBA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Sjá meira
Boston Celtics vann dýrmætan 94-90 útisigur á Miami Heat í úrslitum austurdeildar NBA-körfuboltans í nótt. Boston leiðir í einvíginu 3-2 og þarf aðeins einn sigur til að tryggja sér sæti í úrslitum. Heimamenn í Miami byrjuðu betur og leiddu að loknum fyrsta fjórðungi 24-16. Þeir nutu liðsinnis Chris Bosh sem kom inn í liðið á nýjan leik eftir meiðsli. Gestirnir bættu í og tókst að minnka muninn niður í tvö stig fyrir lok hálfleiksins, 42-40. Miami, með LeBron James eins og svo oft áður í broddi fylkingar, bættu við forskot sitt í síðari hálfleiknum og náðu mest níu stiga forskoti. Reynslumiklir Boston-menn örvæntuðu þó ekki og minnkuðu á ný muninn. Munaði miklu um frammistöðu Rajon Rondo sem stýrði leik liðsins glæsilega og átti þrettán stoðsendingar. Stigahæst var tröllið Kevin Garnett með 26 stig og ellefu fráköst. Úrslitin réðust þegar Paul Pierce, með þrjátíu stiga manninn LeBron til varnar sér, skoraði þriggja stiga körfu þegar tæp mínúta lifði leiks. Staðan 90-86 og það var Kevin Garnett sem tryggði sigurinn af vítalínunni í lokin. Allir leikir einvígisins höfðu unnist af heimaliðinu þar til í nótt. Tapið er vafalítið mikið áfall fyrir Miami sem ætlaði sér stóra hluti en liðið tapaði í úrslitum deildarinnar í fyrra gegn Dallas Mavericks. „Það er slæmt að tapa á heimavelli en við breytum því ekki. Við verðum að skilja við þennan leik og setja alla okkar orku í að vera klárir í slaginn á fimmtudaginn," sagði Erik Spoelstra þjálfari Miami. Boston og Miami mætast í sjötta leik liðanna í Boston aðfaranótt föstudags. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport líkt og sjötti leikur Oklahoma City Thunder og San Antonio Spurs í úrslitum vesturdeildar í nótt.
NBA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Sjá meira