Óðinn Björn Þorsteinsson, frjálsíþróttamaður úr FH, kastaði 19,30 metra á Kastmóti FH sem fram fór í Kaplakrika í gærkvöldi.
Óðinn Björn á best 20,22 metra frá því á innanhússmóti hjá FH í vor. Það kast tryggði honum þátttökuréttinn á Ólympíuleikana í London sem hefjast 27. júlí.
Þá bætti Hilmar Örn Jónsson úr ÍR Íslandsmetið í sleggjukasti í flokki 16-17 ára pilta með kasti upp á 71,05 kg.
Gamla metið átti Hilmar sjálfur frá því á vormóti ÍR á dögunum. Það var 69,24 metrar.

