Einar Daði í tólfta sæti fyrir lokagreinina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júní 2012 15:43 Mynd / Stefano Begnis Einar Daði Lárusson, frjálsíþróttamaður úr ÍR, kastaði lengst 51,75 metra í spjótkastinu í tugþrautarkeppninni á Evrópumótinu í Helsinki. Einar Daði hlaut 615 stig fyrir vikið og er áfram í 12. sæti. Einar náði sínu besta kasti í fyrstu tilraun en átti svo tvö döpur köst í kjölfarið. Annars vegar 44,42 metra og hins vegar 46,87 metra. Einar Daði á best 56,08 metra frá því á mótinu í Kladno í Tékklandi á dögunum. Spjótkast er ekki sterkasta grein Einars Daða og varð hann í 16. sæti af 18 keppendum. Einar Daði hefur 6.969 stig fyrir síðustu grein dagsins sem er 1500 metra hlaup. 75 stig eru í Bretann Ashley Bryant sem situr í 11. sæti en Svíinn Björn Barrefors í 13. sætinu er aðeins níu stigum á eftir Einari Daða. Ljóst er að Einar Daði mun ekki bæta árangur sinn í greininni. Þetta er þó fyrsta stórmótið sem hann tekur þátt í og afrek útaf fyrir sig að komast í gegnum heila grein. Til marks um það hafa átta af keppendunum 26 sem hófu keppni í gær helst úr lestinni. Keppni í 1500 metra hlaupi hefst klukkan 16.30 en mótið er í beinni útsendingu t.d. á Eurosport og norsku stöðinni NRK. Þá er hægt að horfa á beina útsendingu á netinu hérna. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Einar Daði yfir tvo metra í hástökkinu - í 8. sæti eftir 4 greinar ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson fór yfir tvo metra í hástökkinu í tugþrautarkeppni Evrópumótsins í frjálsum í Helsinki og er í áttunda sæti eftir fjórar greinar. 27. júní 2012 12:31 Einar Daði reddaði sér í síðasta kastinu í kúlunni - áfram í 8. sæti ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson er að byrja vel á Evrópumótinu í frjálsum en hann kastaði kúlunni 13,65 metra í þriðju grein og er þar með áfram í 8. sæti tugþrautarkeppninni. 27. júní 2012 10:03 Einar Daði kominn niður í tólfta sæti - tvær greinar eftir Einari Daða Lárussyni gekk ekki nóg vel í annarri greininni í röð í tugþrautarkeppninni á Evrópumótinu í frjálsum í Finnlandi þegar hann fór bara yfir 4,60 metra í stangarstökkinu. Einar Daði er í 12. sæti eftir átta greinar með 6354 stig. 28. júní 2012 11:15 Einar Daði áfram í níunda sætinu eftir grindarhlaupið ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson náði tólfta besta tímanum í 110 metra grindarhlaupi í fyrstu þraut seinni dags tugþrautarkeppninnar á EM í frjálsum í Helsinki og er áfram í níunda sætinu. 28. júní 2012 07:25 Einar Daði með fimmta lengsta stökkið - í 8. sæti eftir tvær greinar ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson er í 8. sæti eftir tvær greinar í tugþrautarkeppni Evrópumótsins í frjálsum en hann stökk lengst 7,33 metra í langstökkinu og fékk fyrir það 893 stig. Það voru bara fjórir sem stukku lengra en Einar Daði. 27. júní 2012 08:52 Einar Daði niður í 10. sætið - gekk illa í kringlunni Einar Daði Lárusson fékk aðeins 583 stig fyrir kringlukastið í tuþrautarkeppni EM í frjálsum en sjö greinum af tíu er nú lokið og er Einar Daði í tíunda sæti með 5564 stig. 28. júní 2012 09:26 Einar Daði í níunda sæti eftir fyrri daginn ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson endaði fyrri dag tugþrautarkeppninnar á Evrópumótinu í frjálsum með því að ná góðu 400 metra hlaupi. Einar Daði hljóp 400 metrana á 49.07 sekúndum og er í 9. sæti eftir fyrri daginn. 27. júní 2012 16:41 Einar Daði byrjaði vel á EM - persónulegt met í 100 metrunum ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson setti persónulegt met í fyrstu greininni í tugþrautarkeppni Evrópumótsins í frjálsum íþróttum þegar hann hljóp 100 metra hlaup á 11,11 sekúndum. Einar Daði er í 15. sæti eftir fyrstu grein. 27. júní 2012 07:19 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sektin hans Messi er leyndarmál Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Sjá meira
Einar Daði Lárusson, frjálsíþróttamaður úr ÍR, kastaði lengst 51,75 metra í spjótkastinu í tugþrautarkeppninni á Evrópumótinu í Helsinki. Einar Daði hlaut 615 stig fyrir vikið og er áfram í 12. sæti. Einar náði sínu besta kasti í fyrstu tilraun en átti svo tvö döpur köst í kjölfarið. Annars vegar 44,42 metra og hins vegar 46,87 metra. Einar Daði á best 56,08 metra frá því á mótinu í Kladno í Tékklandi á dögunum. Spjótkast er ekki sterkasta grein Einars Daða og varð hann í 16. sæti af 18 keppendum. Einar Daði hefur 6.969 stig fyrir síðustu grein dagsins sem er 1500 metra hlaup. 75 stig eru í Bretann Ashley Bryant sem situr í 11. sæti en Svíinn Björn Barrefors í 13. sætinu er aðeins níu stigum á eftir Einari Daða. Ljóst er að Einar Daði mun ekki bæta árangur sinn í greininni. Þetta er þó fyrsta stórmótið sem hann tekur þátt í og afrek útaf fyrir sig að komast í gegnum heila grein. Til marks um það hafa átta af keppendunum 26 sem hófu keppni í gær helst úr lestinni. Keppni í 1500 metra hlaupi hefst klukkan 16.30 en mótið er í beinni útsendingu t.d. á Eurosport og norsku stöðinni NRK. Þá er hægt að horfa á beina útsendingu á netinu hérna.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Einar Daði yfir tvo metra í hástökkinu - í 8. sæti eftir 4 greinar ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson fór yfir tvo metra í hástökkinu í tugþrautarkeppni Evrópumótsins í frjálsum í Helsinki og er í áttunda sæti eftir fjórar greinar. 27. júní 2012 12:31 Einar Daði reddaði sér í síðasta kastinu í kúlunni - áfram í 8. sæti ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson er að byrja vel á Evrópumótinu í frjálsum en hann kastaði kúlunni 13,65 metra í þriðju grein og er þar með áfram í 8. sæti tugþrautarkeppninni. 27. júní 2012 10:03 Einar Daði kominn niður í tólfta sæti - tvær greinar eftir Einari Daða Lárussyni gekk ekki nóg vel í annarri greininni í röð í tugþrautarkeppninni á Evrópumótinu í frjálsum í Finnlandi þegar hann fór bara yfir 4,60 metra í stangarstökkinu. Einar Daði er í 12. sæti eftir átta greinar með 6354 stig. 28. júní 2012 11:15 Einar Daði áfram í níunda sætinu eftir grindarhlaupið ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson náði tólfta besta tímanum í 110 metra grindarhlaupi í fyrstu þraut seinni dags tugþrautarkeppninnar á EM í frjálsum í Helsinki og er áfram í níunda sætinu. 28. júní 2012 07:25 Einar Daði með fimmta lengsta stökkið - í 8. sæti eftir tvær greinar ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson er í 8. sæti eftir tvær greinar í tugþrautarkeppni Evrópumótsins í frjálsum en hann stökk lengst 7,33 metra í langstökkinu og fékk fyrir það 893 stig. Það voru bara fjórir sem stukku lengra en Einar Daði. 27. júní 2012 08:52 Einar Daði niður í 10. sætið - gekk illa í kringlunni Einar Daði Lárusson fékk aðeins 583 stig fyrir kringlukastið í tuþrautarkeppni EM í frjálsum en sjö greinum af tíu er nú lokið og er Einar Daði í tíunda sæti með 5564 stig. 28. júní 2012 09:26 Einar Daði í níunda sæti eftir fyrri daginn ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson endaði fyrri dag tugþrautarkeppninnar á Evrópumótinu í frjálsum með því að ná góðu 400 metra hlaupi. Einar Daði hljóp 400 metrana á 49.07 sekúndum og er í 9. sæti eftir fyrri daginn. 27. júní 2012 16:41 Einar Daði byrjaði vel á EM - persónulegt met í 100 metrunum ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson setti persónulegt met í fyrstu greininni í tugþrautarkeppni Evrópumótsins í frjálsum íþróttum þegar hann hljóp 100 metra hlaup á 11,11 sekúndum. Einar Daði er í 15. sæti eftir fyrstu grein. 27. júní 2012 07:19 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sektin hans Messi er leyndarmál Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Sjá meira
Einar Daði yfir tvo metra í hástökkinu - í 8. sæti eftir 4 greinar ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson fór yfir tvo metra í hástökkinu í tugþrautarkeppni Evrópumótsins í frjálsum í Helsinki og er í áttunda sæti eftir fjórar greinar. 27. júní 2012 12:31
Einar Daði reddaði sér í síðasta kastinu í kúlunni - áfram í 8. sæti ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson er að byrja vel á Evrópumótinu í frjálsum en hann kastaði kúlunni 13,65 metra í þriðju grein og er þar með áfram í 8. sæti tugþrautarkeppninni. 27. júní 2012 10:03
Einar Daði kominn niður í tólfta sæti - tvær greinar eftir Einari Daða Lárussyni gekk ekki nóg vel í annarri greininni í röð í tugþrautarkeppninni á Evrópumótinu í frjálsum í Finnlandi þegar hann fór bara yfir 4,60 metra í stangarstökkinu. Einar Daði er í 12. sæti eftir átta greinar með 6354 stig. 28. júní 2012 11:15
Einar Daði áfram í níunda sætinu eftir grindarhlaupið ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson náði tólfta besta tímanum í 110 metra grindarhlaupi í fyrstu þraut seinni dags tugþrautarkeppninnar á EM í frjálsum í Helsinki og er áfram í níunda sætinu. 28. júní 2012 07:25
Einar Daði með fimmta lengsta stökkið - í 8. sæti eftir tvær greinar ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson er í 8. sæti eftir tvær greinar í tugþrautarkeppni Evrópumótsins í frjálsum en hann stökk lengst 7,33 metra í langstökkinu og fékk fyrir það 893 stig. Það voru bara fjórir sem stukku lengra en Einar Daði. 27. júní 2012 08:52
Einar Daði niður í 10. sætið - gekk illa í kringlunni Einar Daði Lárusson fékk aðeins 583 stig fyrir kringlukastið í tuþrautarkeppni EM í frjálsum en sjö greinum af tíu er nú lokið og er Einar Daði í tíunda sæti með 5564 stig. 28. júní 2012 09:26
Einar Daði í níunda sæti eftir fyrri daginn ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson endaði fyrri dag tugþrautarkeppninnar á Evrópumótinu í frjálsum með því að ná góðu 400 metra hlaupi. Einar Daði hljóp 400 metrana á 49.07 sekúndum og er í 9. sæti eftir fyrri daginn. 27. júní 2012 16:41
Einar Daði byrjaði vel á EM - persónulegt met í 100 metrunum ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson setti persónulegt met í fyrstu greininni í tugþrautarkeppni Evrópumótsins í frjálsum íþróttum þegar hann hljóp 100 metra hlaup á 11,11 sekúndum. Einar Daði er í 15. sæti eftir fyrstu grein. 27. júní 2012 07:19